Eftirfarndi reglur gilda um samskipti og pantanir á brautum til æfinga í Keiluhöllinni í Egilshöll. Nokkur hækkun verður á árskortum og á brautarverið fyrir leiki og mót. Sjá eftirfarandi:
- Hvernig á að bóka?
a. Allt í gegnum skrifstofuna – Lóa og Kaya
b. [email protected]
c. Bókanir í gegnum afgreiðslu (almenna starfsmenn) virkar ekki. - Árskort –
a. Allir verða að koma með sitt árskort og sýna það í afgreiðslu til að skrá
það inn.
b. Taka fram þegar braut er bókuð hver er að nota brautirnar (nöfn allra).
c. Hafa tvo saman á braut ef þau geta – nýta plássið betur og fleiri geta
æft.
d. Árskort gilda ekki föstudaga og víkjandi notkun um helgar.
e. Kortin gilda til 19:00 mán-fim og 11:30 – 13:00 um helgar en gefum
fólki yfirleitt kost á því að koma áður en hús opnar ef að vélamaður
getur.
f. Mánudaga bara eftir hádegið hægt að bóka – salurinn, vélamenn og
olía ekki klár fyrr.
g. Notum brautir 15-22.
h. Æfingar með árskort – 1,5klst hámark á opnunartíma.
i. Utan opnunartíma 2klst hámark æfingatími.
j. Æfingar landslið eða aðrar árskortsæfingar – allir verða að vera með
árskort. - Olía:
a. Notum eina olíu hverja viku.
b. Ef mót er komandi helgi er sú olía notuð þá vikuna.
c. Upplýsingar um olíu vikunnar má finna á vef KLÍ og í afgreiðslu
Keiluhallar.
d. Ef ekkert mót er komandi helgi er olía valin í samráði við KLÍ.
e. Olía borin á að morgni um helgar. Aftur kl. 13:00 húsburður.
f. Olía borin á að morgni virka daga, aftur fyrir æfingar og aftur fyrir
deildina mánudaga og þriðjudaga.
g. Unnið í samvinnu við KLÍ. - Venjulegt árskort 79,900 kr – fer í kr. 99.900
- 12-18 ára og 65 ára og eldri 50.000 kr – fer í kr. 59.900
- Brautaverð hækkar um 4% og fer í 5.664kr í 5.890kr.