Breytingar á fyrirkomulagi í deildarkeppni karla 

Facebook
Twitter

Samkvæmt mótsreglum um Íslandsmót deildarliða skal almennt spila deildarkeppni karla í 10 liða deildum. Stjórn KLÍ er hins vegar heimilt að gera breytingar á því fyrirkomulagi og tímabilið 2024-2025 var spilað í 12 liða deildum í kjölfar breytinga á fjölda liða. 

Fyrir komandi tímabil eru aftur breytingar á fjölda liða sem gerir það að verkum að tímabilið 2025-2026 verða 11 lið í 1. deild en 12 lið í 2. og 3. deild.  

Stjórn KLÍ hefur jafnframt tekið ákvörðun um að tímabilið 2026-2027 verði 10 lið í 1. og 2. deild karla. Fækkun liða í þessum deildum verður með eftirfarandi hætti: 

  • Neðsta lið 1. deildar fellur í 2. deild 
  • Efsta lið 2. deildar vinnur sér sæti í 1. deild 
  • Spiluð er þriggja liða útsláttarkeppni 
  • Fyrst spilar tíunda sæti 1. deildar við annað sæti 2. deildar. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær annað sæti 2. deildar heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar tvær viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Það lið sem tapar verður í 2. deild næsta tímabil en það lið sem vinnur fer áfram í umspilinu.  
  • Næst spilar níunda sæti 1. deildar við það lið sem vann fyrri viðureignina. Fyrirkomulag er það sama og í fyrri viðureign. Sigurvegari fær sæti í 1. deild næsta tímabil en hitt liðið verður í 2. deild næsta tímabil. 

  

  • Neðstu tvö lið 2. deildar falla í 3. deild 
  • Efsta lið 3. deildar vinnur sér sæti í 2. deild 
  • Spiluð er þriggja liða útsláttarkeppni 
  • Fyrst spilar tíunda sæti 2. deildar heimaleik við annað sæti 3. deildar Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær annað sæti 3. deildar heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar tvær viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Það lið sem tapar verður í 3. deild næsta tímabil en það lið sem vinnur fer áfram í umspilinu. 
  • Næst spilar 9. sæti 2. deildar við það lið sem vann fyrri viðureignina. Fyrirkomulag er það sama og í fyrri viðureign. Sigurvegari fær sæti í 2. deild næsta tímabil en hitt liðið verður í 3. deild næsta tímabil. 

 

Umspilsleikir skulu fara fram strax að lokinn deildarkeppni 2025 til 2026. 

Samhliða þessum breytingum er stjórn einnig að skoða breytingar á þann veg að neðsta deild karla verði spiluð sem riðlakeppni. Nánari útfærsla á því fyrirkomulagi verður kynnt síðar.  

Nýjustu fréttirnar