Íslandmeistarar einstaklinga 2024 Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR

Facebook
Twitter

slandsmóti einstaklinga 2024 í keilu lauk á mánudag með hörku úrslitakeppni í beinni útsendingu á Stöð2 sport.

Þátttakan í mótinu var mjög góð þetta árið, en alls tóku þátt 20 konur og 30 karlar og hillir undir að mótið þurfi að vera tvískipt á komandi árum. Í kvenna flokki var yngsti keppandinn 11 ára og sú elsta var 73 ára, en þess má geta að Jóna Gunnarsdóttir tók þátt í sínu 36 íslandsmóti í röð. Í karlaflokki létu ungmennin til sín taka þar sem þrír af átta keppendum í undanúrslitum voru undir 19 ára aldri og sá yngsti einungis 13 ára.

Í kvennaflokki spiluðu til úrslita Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR. Linda féll fyrst úr leik og keppt þær Hafdís og Nanna til úslita.  Íslandsmeistari kvenna 2024 varð Hafdís Pála Jónasdóttir KFR

Loka staða hjá konunum:
1.sæti Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 
2.sæti Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR
3.sæti Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

Í karla flokki var þetta blanda af eldri og yngri sem spiluðu til úrslita, en Ísak er 19 ára.  Þeir sem spiluðu til úrslita vor Hafþór Harðarson,  Gunnar Þór Ásgeirsson og Ísak Birkir sævarsson. Hafþór féll fyrstur úr leik og til úrslita léku þeir Ísak Birkir og Gunnar Þór.  Íslandsmeistari Karla 2024 var Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR

Lokastaða hjá körlum:
1.sæti Gunnar Þór Ásgeirsson  ÍR
2.sæti Ísak Birkir Sævarsson ÍA
3.sæti Hafþór Harðarson ÍR

Nýjustu fréttirnar