Söderköping Ladies Tournament

Facebook
Twitter

Ágústa Krístin Jónsdóttir ÍA/BK Falcon Ladies tók þátt í Söderköping Ladies Tournament um síðastliðna helgi. Var keppt í bæði með og án forgjafar og var okkar kona að keppa með forgjöf.
Hún var með 41 pinna í forgjöf og gerði hún það að markmiði sínu að spila yfir 180 meðaltali án forgjafar. Keppti hún í tveimur riðlum, í þeim fyrri spilaði hún þokkalega en síðustu tveir leikirnir drógu hana aðeins niður og endaði með 1336, sem hefði skilað henni 14. Sæti og inn í 16 kvenna úrslit.
Hún ákvað svo að bæta sig seinna um daginn og datt hún þá í góðan gír og spilaði 1401 samtals.
Varð hún þá í fyrsta sæti eftir forkeppni og fór beint í undanúrslit.
Í undanúrslitum voru spilaðir 4 leikir og fóru efstu fjórar áfram í svokallað stigaúrslit(stepladderfinals). Ágústa spilaði jafnt og þétt í 10 manna úrslitum en hún endaði í fimmta sæti aðeins 21 pinna frá því fjórða. Nicole Layrisse frá Svíðþjóð varð sigurvegari í forgjafarmótinu.
Virkilega flottur árangur hjá Ágústu og verður spennandi að fylgjast með henni í vetur.

Ágústa Kristín   1      2      3     4      5      6        FGJ      Heild

  • Fyrri riðill:        211-190-200-187-144-158      41        1336
  • Seinni riðill:     148-244-197-172-218-176      41        1401
  • Undanúrslit:   190-182-181-203                    41          920   

Það var önnur kona sem einhverjir landsliðsmenn ættu að þekkja en hún Frida Sethsson, aðstoðarþjálfari Mattias Möller, varð sjöunda í mótinu án forgjafar með virkilega flottri spilamennsku. Frida var þriðja eftir forkeppni og fór beint í undanúrslit og spilaði hín virkilega vel framan af en síðasti leikurinn dró hana úr úrslitabaráttunni og var 44 pinnum frá niðurskurði.

            Frida                  1      2      3     4      5      6        Heild

  • Early Bird        219-230-184-221-276-246      1376
  • Undanúrslit    229-210-202-163                      804

Nýjustu fréttirnar