Íslendingar sigursælir á Malta Invitational Games

Facebook
Twitter

Í dag (09.10.2022) kláraðist boðsmót Möltu með liðakeppninni. Síðustu daga hefur Arnar Davíð Jónsson KFR/Höganas, Elva Rós Hannesdóttir KFR, Jóhann Ársæll Atlason ÍA og Katrín Fjóla Bragadóttir KFR staðið sig með prýði í Möltu með einstaklingskeppni, tvímenning og liðakeppni.

Einstaklings:

Mótið byrjaði með einstaklingskeppni og voru bæði kyn að spila á sama tíma. Á mótinu voru einungis þjóðir sem keppa á smáþjóðaleikunum og því mátti búast við góðum úrslitum. Arnar Davíð lenti í öðru sæti í karlaflokki á eftir Dennis Mercieca frá Möltu, Arnar var aðeins þremur pinnum frá Mercieca. Jóhann Ársæll var í því áttunda. Það voru enginn úrslit á mótinu og voru því 6 leikir í gildi.  Í kvennaflokki lenti Katrín Fjóla líka í öðru sæti á eftir henni Cynthiu Duca frá Möltu en þar munaði 76 pinnum. Elva Rós var í því fimmta.

  • Arnar 201-279-254-254-213-211 = 1412
  • Elva 172-180-158-159-158-200 = 1027
  • Jóhann 167-198-170-180-204-247 = 1166
  • Katrín 188-210-169-179-198-200 = 1144

Tvímenningur:

Tveimur dögum seinna hefst tvímenningur hjá okkar fólki. Það byrjaði virkilega vel hjá strákunum og voru þeir á toppnum lengi vel. Arnar og Jóhann náðu að sigra tvímenning og voru þeir ekkert að láta hina ná sér og voru þeir alveg 101 pinna fyrir ofan San Marino, sem náði að tylla sér í annað sæti. Malta var í því þriðja. Hjá stelpunum var einnig góð byrjun en svo hallaði aðeins undan fæti í lokinn en Elva og Katrín náðu að hanga í öðru sætinu og voru þær vel á eftir Möltu. Kýpur var í því þriðja.

  • Arnar   249-247-265-238-201-175 = 1375
  • Jóhann 235-193-227-201-164-159 = 1179
  • Samtals 484-440-492-439-365-334 = 2554
  • Elva   186-171-160-137-165-173 = 992
  • Katrín   183-191-211-158-173-176 = 1092
  • Samtals 369-362-371-295-338-349 = 2084 

Liðakeppni:

Í liðakeppni eru kynin saman og eru spilaðir 3 leikir á hvern leikmann. Liðið var vel peppað fyrir keppninni og byrjaði svakalega vel. Þau voru í fyrsta sæti eftir 2 leiki og meira en 100 pinnum fyrir ofan næsta lið og var gull í vændum. Þau náðu svo gullinu eftir smá erfiðan þriðja leik og unnu þau Möltu með 22 pinnum og var þá Kýpur í því þriðja. GULL Á ÍSLAND

  • Arnar 185-192-220 = 597
  • Elva 258-200-180 = 638
  • Jóhann 288-225-199 = 712
  • Katrín 146-220-168 = 534
  • Samtals 877-837-767 = 2481

All-Event:

Það voru líka veitt verðlaunapeningar fyrir heildarskor úr öllum keppnum.
Þar varð Arnar Davíð á toppnum karlamegin og Jóhann Ársæll í því fjórða.
Kvennamegin var Katrín Fjóla í þriðja sætinu og Elva í því fjórða.

  • Arnar 1412-1375-597 = 1. sæti
  • Jóhann 1166-1179-712 = 4. sæti
  • Katrín 1144-1092-534= 3. Sæti
  • Elva 1027-  992-638 = 4. Sæti

 

3 gull, 3 silfur og 1 brons fara þá heim með Íslendingum eftir þetta bráðskemmtilega mót í Möltu. Eins og sagt var áður þá var þetta prufumót fyrir smáþjóðaleikana og viljum við væntanlega öll að keila verði hluti af því móti á næsta ári. Mattias Möller landsliðsþjálfari er hæstánægður með fólkið sitt sem fer glatt heim á klakann, nema kannski Arnar, en hann fer væntanlega heim til Höganas að undirbúa sig fyrir ECC sem fer fram í Olumouc í Tékklandi seinna í þessum mánuði.

 

Nýjustu fréttirnar