KLÍ kveður Robert Anderson

Facebook
Twitter

Á dögunum þegar Robert Anderson var staddur hér á landi til að formlega ljúka störfum sínum sem þjálfari A landsliðs karla var honum veittur þakklætisvottur fyrir hans störf fyrir keiluna á Íslandi. Robert var ráðinn á sínum tíma til KLÍ með það megin markmið að stýra karlaliðinu í gegn um EMC 2020 og fyrirséð var að hann mundi ljúka störfum eftir það mót vegna starfa sinna fyrir sænska sambandið. Þá var hann aðeins með kvennaliðið en undanfarið hefur verið bætt við störf hans fyrir Svíana og nú síðast er hann orðinn yfirmaður allra landliða þar.

EMC 2020 hefur verið frestað ansi oft vegna Covid. Nú síðast átti það að fara fram í janúar á þessu ári en var enn og aftur frestað. Robert er komin í það mikla vinnu fyrir Svíana að ljóst var að hann gæti ekki haldið áfram hjá okkur. Var því sameiginleg ákvörðun hans og KLÍ að hann léti af störfum og Mattias Möller tæki við verkefnum hans og þá liðinu sem mun fara á EMC sem nú stendur til að halda á komandi mánuðum í Finnlandi. Töluverðar breytingar hafa verið á afrekshóp karla og því er horft til þess að Möller taki við en byrji að ákveðnu leiti upp á nýtt en að sjálfsögðu nýti alla þá góðu vinnu sem liggur eftir Robert.

KLÍ vildi nota tækifærið þegar Robert var hér á landi og færa honum smá þakklætisvott fyrir hans störf undanfarin ár. Robert mun áfram eins og hann má og getur aðstoða okkur í öllu því sem hann getur og er gott til þess að vita að eiga góðan að.

Á myndinni eru Þórarinn Már Þorbjörnsson Íþróttastjóri KLÍ, Robert Anderson fráfarandi þjálfari A landsliðs karla og Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður KLÍ

Nýjustu fréttirnar