Í dag spilaði Skagamaðurinn Magnús Sigurjón Guðmundsson sinn fyrsta fullkoma leik í keilu en Magnús keppir með sænska liðinu Team Clan BK F. Magnús náði þessum leik í öðrum leik í deildarkeppninni í Svíþjóð en lið hans var þá að keppa við Team Gamleby BC í suðurdeildinni. Leikur þessara liða fór annars 10 – 10. Við óskum Magnúsi til hamingju með áfangann.

Landslið Íslands fyrir Evrópumót ungmenna U18, EYC2026 valið
Landsliðsnefnd KLÍ hefur fengið þau Mattias Möller frá Svíþjóð og



