Bikarkeppni KLÍ 8 liða úrslit

Facebook
Twitter

8 liða Bikarkeppni liða fara fram mánudaginn 3. febrúar og laugardaginn 15. febrúar og þar mætast:

ÍA – KFR-Valkyrjur, Skaginn, brautir 2 – 3
ÍR-TT – ÍR-Buff, Egilishöll, brautir 3 – 4
KFR-Afturgöngurnar – KFR-Skutlurnar, Öskjuhlíð, brautir 1 – 2
ÍFH-Elding – ÍR-BK, Öskjuhlíð, brautir 3 – 4

ÍR-Keila.is – ÍR-KLS, Öskjuhlíð, brautir 5 – 6
KR-B – KFR-Lærlingar, Öskjuhlíð, brautir 7 – 8
KR-D – ÍR-PLS, Öskjuhíð, brautir 9 – 10

Laugardaginn 15. febrúar kl. 13:00
ÍA – ÍA-W, Skaginn, brautir 2 – 3

Sjá nánar brautaskipan í 8 liða úrslitum

Olíuburður í Bikarkeppni liða er * 2011 USBC Open Championships – Reno

Bikarkeppnin skal fara fram samhliða Íslandsmóti liða. Keppt skal eftir útsláttarfyrirkomulagi. Hver viðureign skal vera a.m.k. þrír leikir með möguleika á fjórða leik til að fá úrslit og síðan framlengingu, sjá hér á eftir. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki telst sigurvegari. Ef skor liða er jafnt í einhverjum þessara leikja skulu liðin spila 9. og 10. ramma þar til úrslit liggja fyrir. Ef hvort lið hefur unnið tvo leiki að loknum þessum fjórum leikjum skal framlengt. Framlenging skal vera 9. og 10. rammi þar til úrslit liggja fyrir. Sjá nánar reglugerð um Bikarkeppni liða 

KFR-Valkyrjur og ÍR-KLS eru Bikarmeistarar liða 2013.

Nýjustu fréttirnar