Alda Harðardóttir KFR er nú byrjuð að keppa að nýju með Team X-calibur eftir barnseignarleyfi. Hún náði frábærum árangri þegar hún vann úrslitakeppni X-calibur mótsins sem haldið var í Gautaborg í Svíþjóð um síðustu helgi og vann sér inn 12.000 SEK með sigrinum. Alda spilaði frábærlega í úrslitunum og var með samtals 946 í 4 leikjum og bætti þar með Íslandsmet Sigfríðar Sigurðardóttur frá árinu 2003 um 24 pinna. Sjá úrslit mótsins

Arnar Davíð hlýtur starfslaun afreksíþróttafólks
Nú fyrir stundu lauk blaðamannafundi hjá ÍSÍ varðandi fyrstu úthlutun


