
Árshátíð KLÍ 2013 verður haldin í Rúbín Öskjuhlíð laugardaginn 4. maí n.k.
Boðið verður upp á fordrykk og glæsilegt hlaðborð. Afhent verða verðlaun fyrir veturinn, happdrætti með fjölda góðra vinninga, skemmtiatriði og ball. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:45.
Miðaverð kr. 6.000. Miðapantanir eru hjá Einari Má [email protected] og í síma 869 0616, eða öðrum landsliðsmönnum.
Árshátíðin er í umsjón og til styrktar karlalandsliðinu sem keppir á heimsmeistaramótinu í keilu í Las Vegas í ágúst.
Missið ekki af tækifærinu til að enda keppnistímabilið og fagna með félögunum.
Meðal vinninga í happdrættinu er:
 Keilukúlur
 2ja kúlu keilutaska
 Leikhúsmiðar fyrir 2 í Borgarleikhúsið
 Golf sólgleraugu og golfkúlur
 Snyrtivörur
 Gisting á ION Iceland Nesjavöllum
 Aðgöngumiði á Typpasafnið
 3stk. Pure Komachi 2 Hnífar
 Gjafabréf á andlitsmeðferð
 Árskort í Bláfjöll
 Gjafabréf frá Worldclass
 Gjafabréf á tertu fyrir 16 manns
 Pizzur
 Geisladiskar og DVD myndir
 Úti kertalugt
 Kertastjakar 
 Baðvörur frá Bed, Bath and bodyworks
 Matur á Saffran
 Matur á TGI
 Gisting í Sumarbústað
 Gisting á Hótel Holt með morgunverði og freyðivíni
 Dinner á Hótel Holti
 Flugtími hjá Keili
 Gisting á Fosshóteli
 Ostakörfur
 Matur á Kaffi Paris
				


