Bein útsending á Sporttv í kvöld

Facebook
Twitter

Sporttv sýnir beint frá úrslitakeppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu í kvöld, þriðjudaginn 5. febrúar og hefst útsendingin kl. 19:00. Sjá nánar http://www.sporttv.is/Frettir/

Keppendur í undanúrslitum í kvennaflokki eru Ástrós Pétursdóttir ÍR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Guðný Gunnarsdóttir ÍR, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR og Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH.

Keppendur í undanúrslitum í karlaflokki eru Arnar Davíð Jónsson KFR, Arnar Sæbergsson ÍR, Björn Birgisson KFR, Einar Már Björnsson ÍR, Hafþór Harðarson ÍR, Kristján Þórðarson ÍA, Magnús Magnússon ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA.

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni í kvöld, þriðjudaginn 5. febrúar og hefst kl. 19:00. Þar keppa 8 efstu karlarnir og efstu 8 konurnar einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Áfram verður spilað í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Verð í undanúrslitin er kr. 5.500.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga og ávinna sér einnig keppnisrétt á Evrópubikarmóti einstaklinga ECC2013 sem haldið verður í Bratislava í Slóvakíu dagana 21. – 28 október 2013

Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga Stutti olíuburðurinn í mótinu er 36 fet Järven og langi olíuburðurinn er 44 fet Älgen.

Nýjustu fréttirnar