Keilumót RIG 2013 – Forkeppni lokið

Facebook
Twitter

Nú er lokið forkeppni í RIG 2013, sem jafnframt er 2. umferð AMF World Cup mótaraðarinnar. Í síðasta riðlinum spiluðu 34 keppendur þannig að þátttakendur í mótinu voru alls 56 talsins og er það metþátttaka.
 
Robert Andersson er efstur að lokinni forkeppninni með 1.480 pinna, Hafþór Harðarson ÍR er í 2. sæti með 1.425 og í næstu tveimur sætum koma Rebecka Larsen og Joline Person-Planefors með 1.419 og 1.413 seríur. Þessir fjórir keppendur komast beint áfram í undanúrslitin sem hefjast á morgun sunnudaginn 27. janúar kl. 13:30. Sjá nánar stöðuna eftir forkeppnina

Keppni í milliriðli byrjar á morgun kl. 10:00 og þar spila þeir 12 keppendur sem enduðu í sætum 5 – 16 í forkeppninni. Magnús Magnússon ÍR er í 5. sæti með 1.359 sæti, síðan koma sænsku félagarnir Matthias Arup með 1.354, Matthias Möller með 1.327 og Kim Ojala með 1.301 pinna. Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA er í 9. sæti með 1.291 og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA og Arnar Sæbergsson eru í 10. og 11. sæti, báðir með 1.291. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er þriðja kona og eina íslenska konan sem komst áfram í milliriðil í ár og er í 12. sæti með 1.271. Hörður Einarsson ÍA er í 13. sæti með 1.253, Guðlaugur Valgeirsson KFR kemur næstur með 1.251 og Magnús S. Guðmundsson  ÍA er í 15. sæti með 1.224. Róbert Dan Sigurðsson ÍR var síðasti keppandinn inn í milliriðilinn með 1.214 seríu, en Björn Birgisson KFR mátti hins vegar sætta sig við að detta út á 7 pinnum með 1.207. Það þurfti því 202,33 að meðaltali til að komast áfram í milliriðilinn og er það mun hærra en undanfarin ár.

Sjá nánar stöðuna eftir forkeppnina
 

Nýjustu fréttirnar