Staðan í 2. deild karla

Facebook
Twitter

Þegar 12. umferðum af 21. er lokið í keppni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er KR-B búið að taka afgerandi forystu í B riðli deildarinnar og trónir á toppnum með 201,5 stig. Næstir á eftir þeim koma ÍR-Blikk með 133 stig, í 3. sæti er ÍR-NAS með 125 stig og síðan koma KFR-Þrestir í 4. sæti með 117,5 stig. Í A riðli eru Akureyringarnir í Þór í efsta sæti með 173,5 stig, þrátt fyrir að eiga leik til góða á móti ÍR-Naddóði. ÍR liðin, Broskarlar, A og Naddóður koma í næstu þremur sætum. ÍR-Broskarlar eru í 2. sæti með 167 stig, ÍR-A er í 3. sæti með 153,5 stig og ÍR-Naddóður er í 4. sæti með 146 stig og leik til góða.

Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni eða 193,4 að meðaltali í leik í 15 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 190,6 að meðaltali í leik að loknum 9 leikjum, en hann er með fullt hús stiga eða 1 stig að meðaltali í leik og er efstur í stigakeppninni. Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór er síðan með þriðja hæsta meðaltalið eins og er með 183,1 að meðaltali í 30 leikjum. Guðmundur Konráðsson Þór er næst efstur í stigakeppninni með 0,883 stig að meðaltali og þriðji er Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum með 0,867.

Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar