Pepsi mótin byrja aftur

Facebook
Twitter

 Á morgun, sunnudaginn 6. janúar byrja Pepsi mótin aftur eftir jólafrí. Eins og áður fer keppnin fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á sunnudögum kl. 20:00. Spilaðir eru fjórir leikir og fært um sett eftir tvo leiki. Keppt er í fjórum flokkum, * flokki meðaltal yfir 185, A flokki meðaltal 170 – 184,9, B flokki meðaltal 150 – 169,9 og C flokki meðaltal 149,9 og lægra. Verð er kr 3.000.

Nú verður skipt um olíuburð og spilað í 42 fet Björnen sem er sami olíuburður og verður notaður í deildunum á seinni hluta keppnistímabilsins.

Sjá úrslit Pepsimótaraðarinnar

Nýjustu fréttirnar