Íslandsmót para – Forkeppni lokið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í morgun, laugardaginn 3. nóvember fór fram í Egilshöll forkeppni á Íslandsmóti para. Ástrós Pétursdóttir og Stefán Classen ÍR eru í 1. sæti með samtals 2.256 pinna, eða 188,0 að meðaltali í 6 leikjum og spilaði Ástrós samtals 1.080 og Stefán 1.176. En aðeins munar 28 pinnum á þeim og Guðnýju Gunnarsdóttur ÍR og Guðmundi Sigurðssyni ÍA sem eru í 2. sæti með 2.228 pinna og 185,67 að meðaltali. Guðný spilaði samtals 1.177 og Guðmundur 1.051.

Í 3. sæti eru Vilborg Lúðvíksdóttir og Kristján Þórðarson ÍA með samtals  2.161 pinna og 180,08 að meðaltali og spilaði Vilborg samtals 1.011 og Kristján 1.150.  Í 4. sæti og aðeins 9 pinnum á eftir, koma Hafdís Pála Jónasdóttir og Guðlaugur Valgeirsson KFR með samtals 2.152 pinna eða 179,33 að meðaltali og spilaði Hafdís Pála samtals 964 og Guðlaugur 1.188. Hörð keppni er um öll sætin og því útlit fyrir spennandi keppni á morgun. Sjá nánar

Átta pör hófu keppni í morgun og komast þau því öll áfram í milliriðilinn sem byrjar kl. 8:00 á morgun sunnudaginn 4. nóvember. Í milliriðlinum verða spilaðir 6 leikir og að því loknum keppa tvö efstu pörin til úrslita.  Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar