Leik KR-A og ÍR-PLS frestað

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í dag, þriðjudaginn 18. september kl. 19:00 hefst keppni í 1. deild karla og B-riðli 2. deildar karla. Í Egilshöllinni keppa KFR-JP-kast  og KFA-ÍA-W, KFR-Lærlingar og KR-C, KFR-Stormsveitin og KFA-ÍA. Og á sama tíma keppa í Öskjuhlíðinni ÍR-L og ÍR-KLS í 1. deild karla og KR-B og KFR-Þrestir, ÍR-Blikk og ÍR-G, ÍR-NAS og KFA-ÍA-B og ÍR-T í B. riðli 2. deildar karla.

Leik KR-A og ÍR-PLS í 1. umferð 1. deildar karla hefur verið frestað að beiðni ÍR-PLS og einnig leik ÍR-PLS á móti ÍR-L í 2. umferð. En Hafþór Harðarsson liðsmaður ÍR-PLS verður erlendis vegna þátttöku á Heimsmeistaramóti einstaklinga á Kýpur.

Nýjustu fréttirnar