Meistarakeppni KLÍ 2012 fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð  fimmtudaginn 13. september n.k. og hefst keppni kl. 19:00. Þar munu  Íslands- og Bikarmeistararnir ÍR-TT og ÍR-KLS mæta KFR-Skutlunum og  KFR-Lærlingum sem urðu í 2. sæti í Bikarkeppni KLÍ. Bæði ÍR-KLS og  KFR-Lærlingar hafa hampað Meistaratitlinum margsinnis áður, en ÍR-TT og  KFR-Skutlurnar hafa einu sinni unnið þessa keppni.

				

