Leikheimildir milli landa

Facebook
Twitter

Í kjölfar úrslitakeppnar í Íslandsmóti liða vöknuðu upp spurningar um hvort íslenskur leikmaður sem búsettur er erlendis og keppir með liði þar í landi væri hlutgengur með því liði sem hann er skráður í hér heima.  Í reglum KLÍ eru engin ákvæði sem banna slíkt, en í lögum ÍSÍ kemur fram að íþróttamaður sem dveljist tímabundið erlendis missi ekki réttindi hér heima, en taka skuli tillit til regla þeirra sem alþjóðasambönd setja. Sjá Móta og keppendareglur ÍSÍ

Leitað var álits Evrópska keilusambandsins (ETBF), sem vísar til regla Alþjóða keilusambandsins (WTBA), þar sem fram kemur að aðildarsambönd (líkt og KLÍ) skuli leyfa keilurum að vera aðilar að fleiri en einu aðildarsambandi samtímis.  Ennfremur, að aðildarsambönd megi ekki setja reglur sem gangi þvert á reglur FIQ/WTBA.

 
Hér að neðan má lesa erindi frá ETBF.
 

Nýjustu fréttirnar