Bikarkeppni KLÍ

Facebook
Twitter

Undanúrslitum í bikarkeppni kvenna lauk á þriðjudaginn með leikjum ÍR-TT gegn KFR-Valkyrjum og leik KFR-Afturgangna og ÍR-KK. Leikur TT og Valkyrja fór alla leið í framlengingu og höfðu Valkyrjurnar sigur í bráðabananum, 149-125. Afturgöngurnar fóru hins vegar með sigur af hólmi í 3 leikjum og munu þær því mæta Valkyrjunum í úrslitum.

Hörkuleikur var í undanúrslitum í Bikarnum í gærkvöldi,  þar sem KFR-Valkyrjur sigruðu ÍR-TT og komust áfram eftir bráðabana.

Lið ÍR-TT byrjaði betur og unnu fyrsta leikinn sannfærandi með 774 – 688. KFR-Valkyrjur unnu annan leikinn með 13 pinnum 701 – 688 og í þriðja leiknum snerist dæmið við og ÍR-TT unnu með 10 pinnum 695 – 685. KFR-Valkyrjur unnu síðan fjórða leikinn örugglega 707 – 655. Í bráðbananum tryggðu KFR-Valkyrjur sér síðan sigurinn með 149 – 125.

ÍR-TT         774 688 695 655 = 2812 125
KFR-Valkyrjur 688 701 685 707 = 2781 149

Guðný Gunnarsdóttir 740
Linda H. Magnúsdóttir 688
Sigurlaug Jakobsd. 668
Sigríður Klemensd. 716

Dagný E. Þórisdóttir 690
Theodóra Ólafsdóttir 660
Magna Ýr Hjálmtýsd. 718
Sigfríður Sigurðard. 714

 

Nýjustu fréttirnar