KFR-Valkyrjur og ÍR-PLS Bikarmeistarar

Facebook
Twitter

Það var sannkölluð stórskotahríð í Keiluhöllinni í gærkvöldi þegar að leikið var til úrslita í Bikarkeppni liða.

KFR-Valkyrjur tryggðu sér titilinn með hreint út sagt frábærri spilamennsku þegar þær settu Íslandsmet í einum, tveimur og þremur leikjum liða, og unnu þannig ÍR-TT 3-0.  Spiluðu þær 922 í fyrsta leik, 1.749 í tveimur og 2.579 í þremur, sem er bæting frá eldra meti um 152 pinna.  Það var Sigfríður Sigurðardóttir, sem um helgina setti nýtt Íslandsmet í 3 leikjum kvenna, sem lék þeirra best, 713, og Magna Ýr var næst með 642.

Hjá körlunum áttu ÍR-PLS stórleik, en þeir sigurðu einnig 3-0 félaga sína úr ÍR-KLS, en alls spiluðu þeir 2.738 gegn 2.356 hjá ÍR-KLS.  Í öðrum leik lék hinn 19 ára gamli Róbert Dan Sigurðsson sinn fyrsta 300 leik, og liðsfélagar hans vou einnig á skotskónum og samtals spiluðu þeir 1.017 í þeim leik.

 

 

Nýjustu fréttirnar