Deildarbikar liða 6. umferð

Facebook
Twitter

6. og síðasta umferð Deildarbikars liða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 31. mars. Leikmenn ÍR-PLS, þeir Róbert Dan Sigurðsson og Steinþór G. Jóhannsson fóru þar hreinlega á kostum og settu fimm Íslandsmet  í tvímenningi þegar þeir spiluðu 526 í einum leik, 993 í tveimur leikjum, 1. 527 í þremur leikjum og bættu eigið met í einum leik 534 og loks metið í fjórum leikjum 2.038. Fleiri leiki spiluðu þeir ekki þannig að metin urðu ekki fleiri. Leikir Róberts voru 247, 245, 278 og 255 eða samtals 1.025, en leikir Steinþórs voru 279, 222, 256 og 256 eða samtals 1.013.

Skemmst er frá því að segja að ÍR-PLS sigraði alla sína leiki í þessari umferð og hafði mikla yfirburði í A-riðli þar sem þeir enduðu með 44 stig og 202, 56 að meðaltali. ÍR-A varð í 2. sæti með 34 stig og 186,06 að meðaltali og fylgir þeim því í úrslitin. ÍR-TT varð í 3. sæti með 14 stig, ÍR-P varð í 4. sæti einnig með 14 stig og KFK-Keiluvinir ráku lestina með 14 stig. 

Í B-riðli endaði KR-B í efsta sæti með 34 stig og 188,76 að meðaltali, en ÍR-KLS varð í 2. sæti með 32 stig og 196,76 að meðaltali og fylgja þeim í úrslitakeppnina. ÍR-L varð í 3. sæti með 28 stig, KR-C hafnaði í 4. sæti með 22 stig og ÍR-BK endaði í 5. sæti með 4 stig.  Úrslitin í deildarbikarnum fara fram fimmtudaginn 26. apríl kl.18:30.

Nýjustu fréttirnar