Evrópumót unglinga í keilu, EYC 2007, verður haldið í borginni Þessalóníku í Grikklandi um páskana, eða nánar tiltekið dagana 6. – 15. apríl 2007. Undirbúningur vegna þátttöku íslenska unglingalandsliðsins er nú að komast á lokastig og hafa unglingarnir verið að sýna miklar framfarir á síðustu vikum. Um næstu helgi verður tekin hvíld frá keiluæfingum og í staðinn mun hópurinn, ásamt þjálfara og aðstoðarþjálfara, fara út úr bænum og lögð verður áhersla á að efla liðsheildina.

Íslendingar á Storm Lucky Larsen Masters 2025 – Arnar Davíð með sýningu
Nú um helgina lauk einu stærsta og virtasta keilumóti Evrópu,