Nú hafa 19 keppendur lokið forkeppni í Íslandsmóti einstaklinga. Sigfríður Sigurðardóttir KFR leiðir í kvennaflokki með 2.450, eða 204,17 að meðaltali í leik. Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 2. sæti með 2.179 eða 181,58 að meðaltali og Sigurlaug Jakobsdóttir er í 3. sæti með 1.998 eða 166,5 að meðaltali í leik. Í karlaflokki er Atli Þór Kárason ÍR efstur með 2.477 eða 206,42 að meðaltali í leik, Davíð Löve KR er í 2. sæti með 2.444 eða 203,67 að meðaltali og Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR er í 3. sæti 2.347 eða 195,58 að meðaltali í leik.

Íslendingar á Storm Lucky Larsen Masters 2025 – Arnar Davíð með sýningu
Nú um helgina lauk einu stærsta og virtasta keilumóti Evrópu,