Bikarkeppni einstaklinga

Facebook
Twitter

Fyrstu leikirnir í forkeppni Sjóvá mótsins, bikarkeppni einstaklinga 2007, voru spilaðir í Keiluhöllinni um helgina og alls hafa nú keppt í mótinu 15 karlar og 9 konur.

Næstu riðlar eru:
Laugardagur 2. desember 2006                kl. 9:00, 10:00, 11:00
Laugardagur 16. desember 2006              kl. 9:00, 10:00, 11:00
Sunnudagur 17. desember 2006               kl. 9:00, 10:00, 11:00 

Skráning er hafin á netfangið  [email protected].  ATH, fram þarf að koma í hvaða skráningarhóp verið er að skrá. Verðið í forkeppninni er 1.500 kr fyrir fyrstu seríuna en aðeins 1.000 kr fyrir hverja seríu í forkeppninni eftir það. Sjá nánar í auglýsingu

Spilamennska hefur verið nokkuð góð það sem af er og að loknum fyrstu tveimur keppnisdögunum er bikarmeistari síðasta árs Hafþór Harðarson KFR með hæstu seríu karla 697. Fast á hæla honum koma þeir Róbert Dan Sigurðsson ÍR með 695 og Arnar Sæbergsson ÍR með 691, en Arnar á hæsta leikinn sem spilaður hefur verið eða 254. Í kvennaflokki er Sigríður Klemensdóttir ÍR með hæstu seríu 561 og hæsta leikinn 245, Guðný Gunnarsdóttir ÍR er með 523 og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR er með 499. Sjá skor úr forkeppni.

Nýjustu fréttirnar