Sjóvá mótið, bikarkeppni einstaklinga 2007

Facebook
Twitter

Forkeppni í bikarkeppni einstaklinga, Sjóvá mótinu 2007, hefst um næstu helgi. Fyrstu riðlarnir eru á laugardag 25. nóvember frá kl. 9:00 – 12:00, sunnudag 26. nóvember frá kl. 9:00 12:00 og laugadag 2. desember kl. 9:00 – 12:00. Mótið sem fer að þessu sinni fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð er opið öllum keilurum og er keppt bæði í karla- og kvennaflokki. Í forkeppninni má hver keppandi spila eins margar seríur og hann vill, en hæsta serían ræður stöðu keppanda áfram í keppninni. Verðið í forkeppninni er 1.500 kr fyrir fyrstu seríuna, en aðeins 1.000 kr fyrir hverja seríu í forkeppninni eftir það. Hvetjum við alla keilara til að taka þátt í mótinu. Skráning er á netfanginu [email protected]. Athugið að fjöldi keppenda er takmarkaður í hvern rástíma og keppendur eru því hvattir til að skrá sig tímanlega. Sjá nánar í auglýsingum.

Nýjustu fréttirnar