Íslandsmót liða 2006 – 2007

Facebook
Twitter

6. umferð í 1. deild kvenna og 2. deild karla fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í gærkvöldi, mánudaginn 13. nóvember og 6. umferð í 1. deild karla fer fram í kvöld, þriðjudaginn 14. nóvember. Að vísu þurfti að fresta leik KFR-Skutlanna og KFA-ÍA, þar sem Skagakonur komust ekki í bæinn vegna veðurs og hefur ekki verið ákveðinn nýr tími fyrir leikinn. Staðan er nú þannig í 1. deild kvenna að ÍR-TT hefur endurheimt forystuna og er í efsta sæti með 86 stig, KFR-Valkyrjur eru í 2. sæti með 78 stig og KFR-Afturgöngurnar í 3. sæti með 75,5 stig. Í næstu umferð mætast KFR-Afturgöngurnar og ÍR-TT, en KFR-Skutlurnar keppa við KFR-Valkyrjur. Í 2 deild karla halda KFR-JP-kast ennþá forystunni með 72,5 stig, en KR-C sækir á þá og eru nú með 71 stig í 2. sæti, en KFK-Keiluvinir eru í 3. sæti með 65 stig. Sjá nánar um stöðuna í deildunum

Nýjustu fréttirnar