Meistarakeppni KLÍ fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmtudaginn 21. september kl. 19:00. Að þessu sinni keppa til úrslita í kvennaflokki Íslands- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur og lið ÍR-TT sem var í öðru sæti Bikarkeppninnar. Í karlaflokki keppa Íslandsmeistararnir ÍR-PLS og bikarmeistararnir KFR-Lærlingar. Búast má við að þetta verði hörkuviðeignir og hvetjum við alla keilara til að koma og fylgjast með keppninni og upphafi tímabilsins.

Breytingar á mótsreglum í Íslandsmóti deildarliða
Á ársþingi KLÍ, þann 24. maí sl. var því beint