Keiludeild ÍR hefur samið við Svíann Robert Anderson, sem er nú meðal bestu keilara í Evrópu í dag, að leiðbeina á námskeiðum í keilu í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Fyrsta námskeið var í haldið vikuna 19. – 23. júní og var almenn ánægja meðal þátttakenda með kennsluna. Robert verður hér næst með námskeið í vikunni 10. – 14. júlí n.k. og hvetjum við keilara til að nýta vel þetta tækifæri til að sækja sér þjálfun fyrir næsta keppistímabil. Verð fyrir hvern tíma (80 mínútur) er aðeins kr 2.000 og komast 8 manns að í einu. Einnig er hægt að fá æfingatíma (80 mínútur) og kostar hver tími þá 1.000 kr. Skráning í tíma fer fram hjá Reyni Þorsteinssyni formanni Keiludeildar ÍR í síma 825 1213. Sjá nánar í auglýsingu.

Íslendingar á Storm Lucky Larsen Masters 2025 – Arnar Davíð með sýningu
Nú um helgina lauk einu stærsta og virtasta keilumóti Evrópu,