Árlegur fundur Norrænu keilusambandanna var haldinn í Lillehammer í Noregi dagana 6. og 7. maí s.l. og sóttu fundinn fyrir hönd KLÍ þau Valgeir Guðbjartsson formaður og Sigríður Klemensdóttir f.v. gjaldkeri. En þessa fundi sækja að jafnaði tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Á fundunum er m.a. rædd staða íþróttagreinarinnar í hverju landi, útbreiðslustarf, sameiginleg baráttumál á alþjóðavettvangi og annað samstarf sambandanna.

Íslendingar á Storm Lucky Larsen Masters 2025 – Arnar Davíð með sýningu
Nú um helgina lauk einu stærsta og virtasta keilumóti Evrópu,