Úrslitakeppni Íslandsmóts liða 2015 – Seinni umferð undanúrslita

Facebook
Twitter

KFR Valkyrjur og ÍR KLS eru Íslandsmeistarar liða 2014Í gærkvöldi var seinni umferðin í undanúrslitum Íslandsmóts liða í Keiluhöllinni Egilshöll og á Skaganum. Í Egilshöll voru það KFR Lærlingar sem spiluðu við ÍR KLS. Fór svo að KLS vann 12 – 5 og því rimmuna samanlagt 26 – 8 og eru því komnir í úrslitin enn eitt árið. Í hinni rimmunni sóttu ÍR PLS Skagamenn heim. Fóru leikar þannig að ÍA W sigraði ÍR PLS 13 – 4 en PLS strákarnir unnu þó samanlagt 19 – 15. Það verða því ÍR liðin KLS og PLS sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í keilu 2015 og hefst úrslitakeppnin næstkomandi sunnudag í Keiluhöllinni Egilshöll kl. 19:00.

Einnig fór fram í gær seinni leikur þeirra ÍR BK og ÍR SK um laust sæti í 1. deild kvenna. Fóru leikar þannig að ÍR BK vann 12 – 8 og því samanlagt 23 – 17 og héldu því sæti sínu í 1. deild á komandi tímabili.

Á sunnudaginn kemur kl. 19:00 hefst einnig úrslitakeppnin um Íslandsmeistartitil kvenna í keilu 2015. Eru það ÍR – Buff og KFR – Afturgöngur sem leika til úrslita. Í bæði karla og kvennaflokki er leikið þannig að þrjár umferðir eru spilaðar og stigahærra liðið eftir það stendur uppi sem Íslandsmeistari. Leikið verður næstkomandi sunnudag, mánudag og þriðjudag og hefst keppnin kl. 19:00 alla dagana.

Nýjustu fréttirnar