Evrópumót unglinga EYC 2014 – Tvímenningur pilta

Facebook
Twitter

Þá er fyrsta degi á Evrópumóti unglinga lokið og spiluðu strákarnir tvímenning.  Íslensku tvímenningarnir enduðu í 32 og 35 sæti og var skorið eftirfarandi:

Ísland 2, Aron Fannar Benteinsson og Guðmundur Ingi Jónsson enduðu í 32. sæti. Leikir Arons voru 180, 236, 187, 187, 160 og 137, samtals 1087 eða  181,2 að meðaltali. Leikir Guðmundar Inga voru 213,  199, 223, 161, 171, 138, samtals 1105 eða 184,2 að meðaltali. Leikir liðsins voru 393, 435,  410,  348,  331, 275, samtals  2192 eða 182,7 að meðaltali.

Ísland 1, Andri Freyr Jónsson og Hlynur Örn Ómarsson urðu í 35. sæti. Leikir Andra voru 255,  201, 157, 175,  207 og 162, samtals 1157 eða 192,8 að meðaltali og er það vel yfir hans meðaltali og setti hann persónulegt met í tveimur leikjum. Leikir Hlyns voru 157, 160, 155, 178, 195 og 151, samtals 996 eða 166 að meðaltali. Leikir liðsins voru 412, 361, 312, 353, 402 og 313, samtals  2153 eða 179,4 að meðaltali.

Andri Freyr Jónsson er nú efstur af íslensku strákunum í 37. sæti, Guðmundur Ingi Jónsson er í 55. sæti, Aron Fannar Benteinsson er í 63. sæti og Hlynur Örn Ómarsson er í 81. sæti. Alls keppa 98 keppendur í piltaflokki.

Í piltaflokki voru það finnsku tvímenningarnir sem kepptu sín á milli um fyrsta sæti og lauk leiknum með aðeins 14 pinna mun. Í 1. sæti voru Finland 2, Henry Laine, 238 og Tatu Lehtonen, 221, samtals 459. En í 2. sæti Finland 1, Lauri Sipilä, 239, Tomas Käyhkö, 206, samtals 445.

Fylgist með keppninni á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni

Nýjustu fréttirnar