NMU 2013 – Liðakeppni

Facebook
Twitter

Eftir fyrri 3 leikina í liðakeppninni á Norðurlandamóti 23 ára og yngri eru Finnar í forystu hjá piltunum með 2.618 pinna, Svíar komust í 2. sæti í síðasta leiknum og eru með 2.550, Danir koma í 3. sæti með 2.449, Norðmenn komust upp fyrir Ísland í síðasta leiknum og eru í 4. sæti með 2.233 og Ísland er í 5. sæti með 2.164. Sjá stöðuna í liðakeppni pilta

Svíar eru efstar í stúlknaflokki með samtals 2.447 pinna, Finnar koma í 2. sæti með 2.358, Norðmenn eru í 3. sæti með 2.209, Danir eru í 4. sæti með 2.163 og Ísland er í 5. sæti með 1.998 pinna. Sjá stöðuna í liðakeppni stúlkna

Seinni þrír leikirnir í liðakeppninni verða spilaðir fyrir hádegi á morgun og hefst keppni kl. 10:00 að staðartíma. Fylgist með á heimasíðu mótsins, beinni útsendingu og skorinu

Staðan er þannig í heildarkeppninni (All-Events) að Jesper Svensson er kominn með góða forystu hjá piltunum og er með samtals 2.121 pinna eða 235,67 að meðaltali í leik í 9 leikjum. Finninn Tony Ranta er kominn í 2. sætið með samtals 1.967 og Svíinn Markus Jansson er þriðji með 1.927. Arnari Davíð gekk ekki eins vel í liðakeppninni eins og í einstaklingskeppninni í morgun og féll niður í 7. sætið og er með 1.884 pinna eða 209,33 að meðaltali. Skúli Freyr Sigurðsson er í 13. sæti með 1774 pinna eða 197,11 að meðaltali og vantar 68 pinna upp á sæti í úrslitum. Guðlaugur Valgeirsson spilaði best íslensku keppendanna í liðakeppninni í dag og er kominn í 18 sætið með 1.641, en Einar Sigurður Sigurðsson er í 20. sæti með 1.563. Sjá stöðuna í heildarkeppni pilta

Ástrós Pétursdóttir er efst íslensku stúlknanna og er nú í 15 sæti með 1.618 eða 179,78 að meðaltali í 9 leikjum. Hafdís Pála Jónasdóttir er í 18. sæti með 1.503 eða 167 að meðaltali, Katrín Fjóla Bragadóttir er í 19. sæti með 1.500 eða 166,67 að meðaltali og Bergþóra Rós Ólafsdóttir er í 20. sæti með 1.373 pinna eða 152,56 að meðaltali. Sjá stöðuna í heildarkeppni stúlkna

Nýjustu fréttirnar