Íslandmót í tvímenningi 2013 Úrslit

Facebook
Twitter

Guðlaugur Valgeirsson KFR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2013. Þeir sigruðu Björn Birgisson og Kristján Þórðarson úr KR í spennandi úrslitaviðureign sem fór í 4 leiki og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta ramma. Viðureign þeirra lauk 2 – 2 með 375 – 360 í fjórða leik og samtals 1.492  gegn 1.484. Í 3. sæti voru Guðmundur Sigurðsson og Magnús S. Guðmundsson úr ÍA.

Keppnin um fjögur efstu sætin í undanúrslitunum var mjög hörð og miklar sviptingar í lokaleik undanúrslitanna. Guðlaugur og Skúli Freyr náðu að tryggja sér efsta sætið í síðasta leiknum og spiluðu sig upp úr 5. sæti og enduðu með samtals 5.074. Björn og Kristján spiluðu sig upp úr 3. sætinu og enduðu 12 pinnum á eftir með samtals 5.062 pinna. Guðmundur og Magnús S. féllu niður um eitt sæti og enduði 33 pinnum á eftir með samtals 5.041 pinna. Hafþór Harðarson og Einar Már Björnsson úr ÍR sem voru í forystu fyrir daginn máttu sætta sig við 4. sætið, 41 pinna á eftir með samtals 5.033 pinna. Í 5. sæti voru Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR með samtals 4.901 pinna og Ástrós Pétursdóttir og Bergþóra Rós Ólafsdóttir úr ÍR höfnuðu í 6. sæti með samtals 4.762 pinna.

Allir leikir mótsins (Ýtið á örvahnappinn til að fletta á milli síða)

Nýjustu fréttirnar