Bikarkeppni KLÍ 8 liða úrslit

Facebook
Twitter

8 liða úrslit Bikarkeppni KLÍ fara fram þriðjudaginn 29. janúar n.k. og hefjast allir leikirnir kl. 19:00.
Í kvennaflokki sækja Skagakonur ÍA bikarmeistarana í ÍR-TT heim í Egilshöllinni, en öll hin kvennaliðin, þ.e. ÍR-KK og KFR-Valkyrjur, ÍFH-DK og KFR-Afturgöngurnar, ÍR-BK og ÍR-Buff keppa í Öskjuhlíðinni.
Í karlaflokki keppa bikarmeistararnir ÍR-KLS og KR-C í Egilshöllinni, KFR-Þröstur og ÍA-W, ÍR-Keila.is og ÍR-L mætast í Öskjuhlíð og KFR-Lærlingar sækja ÍA heim í Keilusalnum á Skaganum.

Brautaskipan:
ÍR-TT – ÍA Egilshöll brautir 1 – 2
ÍR-KLS – KR-C Egilshöll brautir 3 – 4
KFR-Þröstur – ÍA-W Öskjuhlíð brautir 1 – 2
ÍR-Keila.is – ÍR-L Öskjuhlíð brautir 3 – 4
ÍR-KK – KFR-Valkyrjur Öskjuhlíð brautir 5 – 6
ÍFH-DK – KFR-Afturgöngurnar Öskjuhlíð brautir 7 – 8
ÍR-BK – ÍR-Buff Öskjuhlíð brautir 9 – 10
ÍA – KFR-Lærlingar Skaginn brautir 2 – 3

Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen. Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.

Nýjustu fréttirnar