AMF mótið – Staðan að loknum fyrri riðli

Facebook
Twitter

Í gær fimmtudaginn 18. október spiluðu fyrstu keppendurnir í AMF móti helgarinnar sem fram fer í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Efstu fjórir spiluðu á yfir 200 meðaltali og er staðan er nú þannig að ÍR ingurinn Einar Már Björnsson er efstur með 1.266 pinna eða 211 að meðaltali í leik í 6 leikjum. 

Guðlaugur Valgeirsson KFR er annar með 1.242 og 207 í meðaltal, Arnar Sæbergsson ÍR kemur síðan þriðji með 1.217 með 202,83 að meðaltali og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR er fjórði með 1.204 pinna og 200,67 að meðaltali. Sjá nánar

Keppni í seinni riðli forkeppninnar hefst á morgun, laugardaginn 20. október kl. 9:00 og úrslitakeppni 10 efstu keppendanna fer síðan fram á sunnudag kl. 9:00. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar