Heimsmeistaramót einstaklinga (WSC) 2012

Facebook
Twitter

Hafþór Harðarson ÍR endaði í 39. sæti af 71 keppanda sem tóku þátt í fyrsta Heimsmeistaramóti einstaklinga sem fram fór í borginni Limasol á Kýpur.

Hafþór spilaði 1.170 eða 195 að meðaltali í leik í fyrri sex leikjunum, en 1.251 eða 208,5 að meðaltali í leik í seinni sex leikjunum. Hann endaði því með samtals 2.421 og 201,8 að meðaltali og rúmum 90 pinnum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 24. efstu keppendanna. Það var tvöfaldur bandarískur sigur á mótinu. Chris Barnes Bandaríkjunum sigraði landa sinn Thomas Jones í úrslitunum í karlaflokki og í þriðja sæti voru Osku Palermaa Finnlandi og Andrés Gomez Kolumbíu. Í kvennaflokki sigraði Kelly Kulick Bandaríkjunum Diana Zavjalova Lettlandi og í þriðja sæti voru Aseret Zetter Mexikó og Esther Cheah Malasíu. Sjá nánar heimasíðu mótsins og Facebook síðuna.

Nýjustu fréttirnar