EMC 2012 Liðakeppni lokið

Facebook
Twitter

Í gær lauk liðakeppninni á Evrópumóti karla í keilu. Íslenska liðið náði að spila sig upp um sjö sæti og endaði í 14. sæti með samtals 5.718 pinna eða 190,1 að meðaltali í leik.

Hafþór Harðarsson spilaði 584 seríu eða 194,67 að meðaltali, Arnar Davíð Jónsson spilaði 562 og 187,33, Magnús Magnússon spilaði 584 sem gerir 194,67, Róbert Dan Sigurðsson spilaði 531 eða 177 að meðaltali og Skúli Freyr Sigurðsson spilaði 626 eða 208,67 að meðaltali. Jón Ingi Ragnarsson spilaði 569 eða 189,67 að meðaltali.

Hafþór endaði í  29. sæti í einstaklingskeppninni og vantaði einungis 30 pinna upp á að vera inni í hópi 24. efstu og komast áfram í úrslitakeppnina Masters final sem hófst í morgun.

Röð efstu liða í liðakeppninni var þannig að Finnland var efst, England náði að spila sig upp í annað sætið, Noregur var í þriðja sæti og Svíþjóð í fjórða sæti og hélst röð liðanna óbreytt eftir úrslitakeppnina þannig að Noregur og Svíþjóð deildu með sér bronsinu.

Sigurvegari í einstaklingskeppninni All-Event var Joonas Jehkinen Finnlandi, Michael Loos Austurríki hlaut silfurverðlaunin og bronsið Jesper Agerbo Danmörku. Sjá heimasíðu mótsins

 

Nýjustu fréttirnar