Kristján Þórðarson KR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR eru Íslandsmeistarar öldunga 2023

Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandmóti öldunga 2023. Voru það þau Kristján Þórðarson frá KR og Guðný Gunnarsdóttir frá ÍR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitakeppni 3 efstu. Er þetta í þriðja sinn sem Kristján landar þessum titli og jafnar þar með fjölda titlanna við Guðmund Sigurðsson og Rögnu Matthíasdóttur. Guðný Gunnarsdóttir er að vinna þetta mót í fyrsta sinn.

Í karlaflokki mættust í úrslitunum Matthías Helgi Júlíusson úr KR sem leiddi mótið í gegn um forkeppnina og undanúrslit, Þórarinn Már Þorbjörnsson úr ÍR og Kristján Þórðarson úr KR. Fyrirkomulag úrslitanna er eins og í öðrum Íslandsmótum einstaklinga, efstu 3 leika einn leik og dettur sá með lægst skorið út og hinir tveir leika um titilinn. Matthías varð í 3. sæti mótsins og þar af leiðandi léku þeir Þórarinn og Kristjá til úrslita og þar hafði Kristján betur og hlítur titilinn Íslandsmeistari öldunga.

Hjá konum varð það Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem varð í 3. sæti en hún leiddi keppnina fram að úrslitum. Í öðru sæti varð Bára Ágústsdóttir úr ÍR og Íslandsmeistari öldunga 2023 er Guðný Gunnarsdóttir frá ÍR.

Hér má sjá lokastöðu mótsins frá í gær sem og skor úr úrslitakeppninni.

Karlar

Sæti

Nafn

 

Félag

Forg.

Flutt

Skor

Auka- pinnar

Sam- tals

Meðal- tal

1

Matthías Helgi Júlíusson

1

KR

0

2.397

1065

60

3.522

203,65

2

Þórarinn Már Þorbjörnsson

2

ÍR

0

2.424

960

60

3.444

199,06

3

Kristján Þórðarson

3

KR

0

2.190

1051

100

3.341

190,65

4

Freyr Bragason

4

KFR

0

2.307

971

50

3.328

192,82

5

Guðmundur Sigurðsson

5

ÍA

0

2.296

969

10

3.275

192,06

6

Sveinn Þrastarson

6

KFR

0

2.183

922

20

3.125

182,65

 

Konur

Sæti

Nafn

 

Félag

Forg.

Flutt

Skor

Auka- pinnar

Sam- tals

Meðal- tal

1

Linda Hrönn Magnúsdóttir

1

ÍR

0

2.243

871

100

3.214

183,18

2

Guðný Gunnarsdóttir

2

ÍR

0

2.183

888

40

3.111

180,65

3

Bára Ágústsdóttir

3

ÍR

0

1.937

792

60

2.789

160,53

4

Anna Soffía Guðmundsdóttir

4

KFR

0

1.862

824

60

2.746

158,00

5

Snæfríður Telma Jónsson

5

ÍR

0

1.904

742

20

2.666

155,65

6

Herdís Gunnarsdóttir

6

ÍR

0

1.865

776

20

2.661

155,35

 

 

 

Íslandsmót einstaklinga 2023

Íslandsmót einstaklinga 2023 verður haldið dagana 18.mars til 21.mars í Keiluhöllinni Egilshöll.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 16.mars kl 18:00
Skráning hér

Olíuburður í mótinu er: ECC2022

Reglugerð um mótið má nálgast hér

Forkeppni laugardaginn 18 og sunnudaginn 19. mars kl 9:00

Spilaðir eru 12 leikir í tveimur 6 leikja blokkum.

Verð í forkeppni kr. 15.000kr

Efstu keppendur í bæði karla- og kvennaflokki skv. upptalningu hér að neðan spila 6 leiki og fylgir skorið úr forkeppninni í milliriðil.

8 efstu eftir milliriðil komast í undanúrslit.

  • 17 þátttakendur eða færri = 10 keilarar áfram í milliriðil
  • 18 til 19 þátttakendur = 12 áfram í milliriðil
  • 20 til 21 þátttakendur = 14 áfram í milliriðil
  • 22 þátttakendur eða fleiri = 16 áfram í milliriðil

Milliriðill mánudaginn 20.Mars kl 19:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 8 karlar og 8 konur halda áfram í undanúrslit.

Undanúrslit þriðjudaginn 21.mars kl 19:00

Undanúrslit:

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

Úrslit: að loknum undanúrslitum

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti

Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga.

Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur.

Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Mótanefnd KLÍ

Viktor Snær Guðmundsson ÍR og Viktoría Hrund Þórisdóttir KFR Íslandsmeistarar einstaklinga 2023 með forgjöf

Í gær lauk úrslitum á Íslandsmóti einstaklinga 2023 með forgjöf. Voru það þau Viktor Snær Guðmundsson úr ÍR og Viktoría Hrund Þórisdóttir úr KFR sem sigruðu mótið í ár. Dagurinn hófst á því að undanúrslit 6 efstu úr hvorum flokki voru leikin en spilað var í svokölluðu Round Robin þ.e. allir við alla. Eftir það fóru 3 efstu úr hvorum flokki í úrslitaviðureignirnar og spilaður var einn leikur og féll sá sem lægsta skor var með út. Að lokum var hreinn úrslitaleikur milli þeirra tveggja sem eftir voru.

Mótið hófst með forkeppni s.l. laugardag og voru þá leiknir 6 leikir. Áfram var haldið með forkeppnina sunnudaginn 19. febrúar. Eftir forkeppnina fóru sína 12 efstu karlar og 12 efstu konur áfram í milliriðil sem leikinn var 21. febrúar.  Undanúrslit og úrslit fóru síðan fram eins og segir í gær, en 6 efstu karlar og konur fóru áfram í undanúrslit og síðan foru 3 efstu í úrslitin.

Viktor Snær Guðmundsson úr ÍR sigraði Svavar Stein Guðjónsson úr KFR í úrslitum með 2261 gegn 230 en Ásgeir Karl Gústafsson úr KFR varð í 3. sæti hjá körlunum.

Viktoría Hrund Þórisdóttir úr KFR sigraði Ágústu Kristínu Jónsdóttur úr ÍA með 257 gegn 226 í úrslitum en Steinunn Inga Guðmundsdóttir úr ÍA varð í 3. sætinu.

Úrslit dagsins urðu annars þessi.

Karlar

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 3. sæti
1 Ásgeir Karl Gústafsson 1 KFR 22 4.287 1188 40 5.515 238,04 118
2 Viktor Snær Guðmundsson 2 ÍR 76 4.256 1111 80 5.447 233,35 50
3 Svavar Steinn Guðjónsson 3 KFR 50 4.111 1226 60 5.397 232,04 0
4 Matthías Ernir Gylfason 4 KFR 45 4.079 1192 80 5.351 229,17 -46
5 Matthías Leó Sigurðsson 5 KFA 37 4.145 1032 20 5.197 225,09 -200
6 Ásgeir Henningsson 6 ÍR 37 4.046 999 20 5.065 219,35 -332

Konur

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 3. sæti
1 Ágústa Kristín Jónsdóttir 1 KFA 53 4.128 1089 60 5.277 226,83 148
2 Viktoría Hrund Þórisdóttir 2 KFR 67 4.043 1080 60 5.183 222,74 54
3 Steinunn Inga Guðmundsdóttir 3 KFA 68 4.005 1084 40 5.129 221,26 0
4 Ragna Guðrún Magnúsdóttir 4 KFR 51 3.971 1072 60 5.103 219,26 -26
5 Bára Líf Gunnarsdóttir 5 ÍR 80 3.879 1025 60 4.964 213,22 -165
6 Snæfríður Telma Jónsson 6 ÍR 46 3.873 1016 20 4.909 212,57 -220

3 Íslandsmet og 300 leikur í Katar

Þá er hinu svokallaða alþjóðlega vináttumóti í Katar lokið. Gengi íslensku keppendana var mjög gott og eru keppendur og þjálfarar hæstánægðir með frammistöðuna á mótinu öllu.

Það voru hvorki meira né minna 4 Íslandsmet slegin og allir krakkarnir í skýjunum eftir mótið. Mikael Aron Vilhelmsson setti met í tveimur leikjum í 15-16 ára flokki með 279-290 leiki eða samanlagt 569, þegar hann keppti í úrslitaskrefi 2. Ísak Birkir Sævarsson setti svo met í fimm og sex leikjum í flokki 17-18 ára þegar hann spilaði í fyrsta skrefi í masterskeppninni, 1254 í fimm leikum og 1465 í sex leikjum. Aron Hafþórsson henti svo í einn fullkominn og laufléttan 300 leik í tvímenningi.

Hafdís Eva Pétursdóttir lenti í 3. sæti í einstaklingskeppni mótsins með slétt 1.200. Aron og Mikael voru í 5. sæti í tvímenning og svo voru strákarnir okkar í þriðja sæti í liðakeppni mótsins.

Úrslit úr einstaklings, tvímenning og liðakeppni eru hér:

Einstaklingskeppnin:

Stelpur

  • Alexandra 186-146-179-169-168-191 = 1.039 15. sæti
  • Elva 126-157-203-172-184-152 = 994 18. sæti
  • Hafdís 209-213-176-219-213-170 = 1.200 3. sæti
  • Málfríður 190-163-159-152-157-179 = 1.000 17. sæti

Strákar

  • Aron 202-248-240-200-151-203 = 1.244 15. sæti
  • Hinrik 173-125-191-237-162-222 = 1.110 26. sæti
  • Ísak 215-215-219-193-244-171 = 1.257 13. sæti
  • Mikael 202-269-157-261-273-235 = 1.297 7.sæti

Tvímenningur:

Stelpur

  • Alexandra 122-193-171-119-147-168 = 920
  • Hafdís 189-191-193-210-224-178 = 1.185

311-384-364-329-371-346 = 2105 9. sæti

  • Elva 190-172-172-125-184-219 = 1.062
  • Málfríður 170-189-149-180-172-155 = 1.015

360-361-321-305-356-374 = 2.077 10. sæti

Strákar

  • Aron 300-200-188-146-180-206 = 1.220
  • Mikael 194-279-165-248-249-225 = 1.360

494-417-482-405-429-431 = 2.580 5. sæti

  • Hinrik 219-190-171-180-238-199 = 1.197
  • Ísak 238-206-169-214-205-222 = 1.254

457-396-340-394-443-421 = 2.451 10. sæti

Liðakeppnin

Stelpur

  • Alexandra 169-153-123-157-124-130 = 856
  • Elva 155-190-160-211-173-169 = 1.058
  • Hafdís 211-287-195-169-183-178 = 1123
  • Málfríður 156-150-177-161-134-104 = 882

691-680-655-698-614-581 = 3.919 6. sæti

Strákar

  • Aron 232-224-193-257-255-193 = 1.354
  • Hinrik 205-189-178-236-180-203 = 1.191
  • Ísak 226-201-205-199-181-173 = 1.185
  • Mikael 198-259-221-246-199-234 = 1.357

861-873-797-938-815-803 = 5.087 3. sæti

Að loknum öllum þessum leikjum voru samanlögð skor einstaklinga tekin saman og raðað eftir stigum inn í svokallaða masterskeppni.

Eftir 24 leiki voru það 10 strákar og sex stelpur sem komust beint áfram og að auki tveir frá hverju landi, það voru því 30 strákar og 18 stelpur sem spiluðu í fyrsta skrefi masterskeppninnar.

Þar voru spilaðir sex leikir og síðan skorið niður í 12 leikmenn hjá strákunum og átta hjá stelpunum.

Raðað er í sætaröð eftir heildarskori úr fyrri stigum mótsins ásamt skorinu úr þessum sex fyrstu leikjum.

Aron, Ísak Birkir, Mikael Aron, Elva Rós, Hafdís Eva og Málfríður Jóna komust öll áfram í fyrstu umferð masterskeppninnar.

Skorin voru eftirfarandi:

Stelpur

  • Elva 169-212-173-173-144-146 = 1.017 14. sæti
  • Hafdís 172-203-148-186-195-162 = 1.066   6. sæti
  • Málfríður 167-193-166-175-150-189 = 1.040 16. sæti

Strákar

  • Aron 268-173-216-226-215-237 = 1.335 12. sæti
  • Ísak 222-218-258-289-267-211 = 1.465 8. sæti 
  • Mikael 246-246-171-257-217-238 = 1.375 4. sæti

Eftir þessa umferð var svo skorið niður í 12 stráka og 8 stelpur og var spilaður maður á mann.
Eins og sjá má þá var Aron í 12. sæti en hann var aðeins 3 pinnum fyrir ofan þann sem var í 13. sæti.
Efstu fjórir hjá strákunum sluppu við að spila í Final Step 1, sem þýddi að Mikki var strax kominn inn í Final Step 2.

Final Step 1 virkaði þannig að 5. sæti spilaði á móti því 9., 6. á móti 10., 7. á móti 11. og 8. á móti 12. sæti. Það þýddi að Ísak og Aron mættust í Final Step 1. Hafdís var sú eina sem komst áfram hjá stelpunum en þar voru 8 efstu sem spiluðu og var sú efsta á móti neðsta og svo koll af kolli. Hafdís mætti Airam Fuentes Ramos frá Mexíkó, sem var í 3. sæti. Vinna þurfti tvo leiki til að komast áfram í næsta skref mótsins.

Leikar fóru svona hjá okkar krökkum:

  • Aron 247227
  • Ísak 209-175
  • Hafdís 178-162-199
  • Airam Fuentes 173-224245

Aron fór þá áfram á kostnað Ísaks og Airam Fuentes reyndist of stór biti fyrir Hafdísi.

Mikael og Aron voru þá einu Íslendingar í Final Step 2. Aron mætti Robin Noberg frá Svíþjóð og Mikael mætti Hazeem Al Muraikhi frá Katar. Leikar fóru svona:

  • Aron 192-249
  • Robin 193258
  • Mikael 279290
  • Hazeem 224-202

Aron var grátlega nálægt Robin en Svíinn náði að henda Aroni úr keppni. Mikael hendir heimamanninum úr keppni með einu Íslandsmeti og er þá kominn í undanúrslit.

Mikael þurfti að mæta Svíanum Robin Noberg í undanúrslitum og vildi auðvitað reyna að henda honum út eftir að Svíinn tók Aron. Þetta voru hörkuspennandi leikir milli Mikaels og Robin:

  • Mikael 240-248-166
  • Robin 280-193-185

Mikael lét Robin hafa fyrir sigrinum en sá síðarnefndi náði á endanum tökum á leiknum. Mikael hafði þó ekki lokið keppni þar sem hann endaði daginn á að leika um 3. sætið á mótinu. Þar mætti hann öðrum Svía, Felix Bergman og þar var einnig mikil spenna:

  • Mikael 214-257-174
  • Felix 247-209-212

Fjórða sætið staðreynd fyrir Mikael en Svíarnir reyndust aðeins of stór biti fyrir þennan 16 ára gamla strák. Hann sýndi það þó og sannaði að hann á framtíðina heldur betur fyrir sér í þessari íþrótt og enginn spurning um að hann verður farinn að spila á stærstu keilumótum Evrópu áður en langt um líður.

Lokastaða Íslendinga á International Friendly Match:

Stelpur:

  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir: 6. sæti
  • Elva Rós Hannesdóttir: 14. sæti
  • Málfríður Jóna Freysdóttir: 16. sæti
  • Alexandra Kristjánsdóttir: 19-24. sæti

Strákar

  • Mikael Aron Vilhelmsson: 4. sæti 
  • Aron Hafþórsson: 8. sæti
  • Ísak Birkir Sævarsson: 9-12. sæti
  • Hinrik Óli Gunnarsson: 31-40. sæti

Bráðskemmtilegt mót lokið og Íslendingar fara glaðir úr hitabeltinu heim á klakann.

ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM UNG KEILA!

EMC 2023 í Frakklandi

Mattias Möller þjálfari karla liðs Íslands hefur valið æfingahóp fyrir Evrópumót karla sem fer fram í Wittelsheim, Frakklandi í sumar. Æfingar hafa verið tímasettar 6. og 8. mars og þann 10. mars verður endanlegt lið tilkynnt.

Þeir sem eru í æfingahópnum eru:

  • Andri Freyr Jónsson KFR
  • Arnar Davíð Jónsson KFR/Höganas
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR/Höganas
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Hafþór Harðarson ÍR
  • Ísak Birkir Sævarsson ÍA
  • Jóhann Ársæll Atlason ÍA
  • Jón Ingi Ragnarsson KFR
  • Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA
  • Mikael Aron Vilhelmsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR

 

Íslandsmót Öldunga 2023

Íslandsmót öldunga (50 ára og eldri) fer fram 4 – 6 mars 2023

Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti öldunga þarf þátttakandi að ná 50 ára aldri á því almanaksári sem mótið er haldið.

4 & 5 mars Forkeppni (6 leikir hvern dag)

7 mars undanúrslit og úrslit

Olíuburður:  2018 USBC SENIOR QUEENS

Skráning fer fram hér lokað verður fyrir skráningu 2.mars kl 18:00

Reglugerð um mótið er hægt að nálgast hér

Forkeppni:

Spilað laugardag og sunnudag kl 09:00

Allir keppendur leika 12 leiki,

6 leiki í senn, bæði kyn spila í blönduðum hóp ef þátttaka leyfir.

Skorið úr forkeppninni fylgir í undanúrslit og keppa 6 efstu karlar og 6 efstu konur.

Lámark þarf að vera 8 í hvorum flokk til að ekki sé spilað blönduðum flokk

Undanúrslit

Spilað mánudag kl 19:00

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sitthvoru settinu.
Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari Öldunga.
Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

 

 

Ef ekki er næg þátttaka í flokki getur Mótanefnd fellt flokkinn niður.

Miðað er við lámark 9 í flokk til að hann sé ekki feldur niður, ef ekki næst lámark í annanhvorn flokkin að þá er spilað í blönduðum flokk

International Friendly Match

11. boðsmót Katar fyrir ungmenni yngri en 21 árs í keilu fer fram þessa vikuna og er Ísland meðal þátttakanda.

Formleg æfing fór fram í gær 14. febrúar og byrjar einstaklingkeppnin í dag 15. febrúar.

Tvímenningur og liðakeppnin er á fimmtudag 16. febrúar.

Masterskeppnin er svo á laugardag.

Þjálfararnir Mattias Möller og Katrín Fjóla Bragadóttir eru með ungmennunum og er liðið skipað svona:

Stelpur:

  • Alexandra Kristjánsdóttir KFR
  • Elva Rós Hannesdóttir KFR
  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir KFR
  • Málfríður Jóna Freysdóttir KFR

Strákar:

  • Aron Hafþórsson KFR
  • Hinrik Óli Gunnarsson ÍR
  • Ísak Birkir Sævarsson ÍA
  • Mikael Aron Vilhelmsson KFR

 

Streymi frá Reykjavíkurleikunum 2023

Sú nýjung verður með streymi frá Reykjavíkurleikunum í ár að allt streymi frá öllum mótshlutum fer í gegn um streymisþjónustu Stay Live. Keilan er þar engin undantekning og er stefnt að því að streyma frá öllum riðlum og úrslitakeppninni á næstu dögum. Aðgangur að streyminu er FRÍR og má þar inni sjá og fylgjast með streymi frá öllum mótshlutum Reykjavíkurleikanna en alls er keppt í á þriðja tug íþróttagreina á leikunum í ár.

Dagskrá keilunnar á Reykjavíkurleikunum verður þessi

  • Laugardagurinn 28. janúar frá 09:00 til 12:00 – Riðill 1
  • Sunnudagurinn 29. janúar frá kl. 09:00 til 12:00 – Riðill 2
  • Mánudagurinn 30. janúar frá kl. 15:00 til 18:00 – Riðill 3
  • Mánudagurinn 30. janúar frá kl. 19:00 til 22:00 – Riðill 4
  • Þriðjudagurinn 31. janúar frá kl. 15:00 til 18:00 – Riðill 5
  • Þriðjudagurinn 31. janúar frá kl. 19:00 til 22:00 – Riðill 6
  • Miðvikudagurinn 1. febrúar frá kl. 14:00 til 17:00 – Riðill 7
  • Miðvikudagurinn 1. febrúar frá kl. 18:00 til 21:00 – Riðill 8
  • Miðvikudagurinn 1. febrúar frá kl. 21:30 til 22:30 – Final Step 1
  • Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 14:30 til 15:30 – Final Step 2
  • Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 16:30 til 17:30 – Final Step 3
  • Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 17:30 til 18:30 – Final Step 4
  • Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 19:30 til 21:00 – Final Step 5 – Úrslit

Úrslitum Reykjavíkurleikanna í keilu verður auk þess sjónvarpað beint á Stöð2 Sport á fimmtudaginn.

Fjölmargir erlendir keppendur eru á leið til landsins til að taka þátt í mótinu í ár. Skráning í riðla stendur yfir og má skrá sig á vefsíðu mótsins www.rigbowling.is

Evrópumót Öldunga (50+) 2023

Evrópumót Öldunga (50+) fer fram í Álaborg dagana 28. janúar til 4. Febrúar.
Á laugardaginn, 28. Janúar fer fram formleg æfing hjá liðinu en svo á sunnudag hefst tvímenningur hjá körlum. Tvímenningur hjá konum er á mánudag og svo er liðakeppnin skipt á tvo daga hjá báðum kynjum á þriðjudag og miðvikudag.
Einstaklingskeppnin byrjar hjá körlum á fimmtudag og hjá konum á föstudag.
Masters keppnin hefst svo hjá körlum á föstudagskvöld og klárast á laugardeginum 4. Febrúar.
Konurnar byrja masters á laugardagsmorgun og úrslitin klárast seinni partinn sama dag.

Þjálfari liðsins er Adam Pawel Blaszczak og valdi hann eftirfarandi leikmenn:

Konur:
Bára Ágústsdóttir
Guðný Gunnarsdóttir
Helga Sigurðardóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir

Karlar:
Freyr Bragason
Guðmundur Sigurðsson
Matthías Helgi Júlíusson
Þórarinn Már Þorbjörnsson

Það verður hægt að fylgjast með mótinu í beinu streymi hér

Svo er einnig hægt að fylgjast með á Lanetalk hér

Hægt er að finna fleiri upplýsingar á heimasíðu mótsins hér

Andlátsfregn – Kristrún Pétursdóttir

 

 

Þær leiðu fréttir bárust að Kristrún Pétursdóttir keiludeild Þórs hafi fallið frá 5.janúar síðastliðinn

Á miðju síðasta ári greindist Kristrún með krabbamein og á haustdögum fór hún ásamt Höskuldi til Svíþjóðar í beinmergskipti. Allt gekk vel þar til að Kristrún fékk vírus milli jóla og nýárs sem gjörbreytti öllu og Kristrún lést þann 5. janúar.
Margra mánaða vera á sjúkrahúsi erlendis er kostnaðarsöm og enn meiri kostnaður bætist við í þessum aðstæðum þegar flytja þarf Kristrúnu heim og halda útför.

Kristrún og Höskuldur hafa bæði stundað keilu hjá Þór á Akureyri.
Eftir að aðstaðan hjá Þór var lögð niður á Akureyri að þá var það ekki til þess að stoppa þau í sinni íþrótt. 
Heimavöllur þeirra var færður á Akranes og voru þau ötul í að koma suður til að stunda sitt áhugamáli.

Nína hjá Keilufélagi Akraness setti sig í samband við Höskuld því hún vildi styðja við bakið á fjölskyldunni með því að leggja inn hjá þeim sem samsvarar ferðakostnaði norður sökum þess að hún kæmist ekki til að vera við útförina.

Í samráði við Höskuldi og fjölskyldu hans í minningu Kristrúnar hefur verið sett upp söfnun til að standa straum af þeim kostnaði sem að fellur til við eins erfiðar aðstæður og þessar.
Þeir sem að vilja taka þátt í þessu framtaki og styðja við bakið geta lagt inn á reikning:
1187-26-002289,
kt. 210960-2289.
Eins og við vitum þá gerir margt smátt eitt stórt 

Keilusambandið sendir ættingjum Kristrúnar, liðsfélögum hennar og öllum vinum sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Útför fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23.janúar kl 13:00

 

Kristrún Helga Pétursdóttir
f. 18.07.1963 d.05.01.2023