Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Laugardagur, 30. Mars 2019 kl. 15:43 | JÁJ
KFR Valkyrjur og ÍR PLS eru deildarmeistara 1. deild 2019

Í morgun lauk deildarkeppni í 1. deildum kvenna og karla. KFR Valkyrjur eru deildarmeistarar 1. deildar kvenna en þær kláruðu mótið með 187 stigum og í lokaumferðinni sigruðu þær ÍR TT með 11 stigum gegn 3. Í öðru sæti í deildinni urðu ÍR Buff og leika þessi lið því um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Úr deildinni féll ÍR BK en ÍR Elding er í bestri stöðu í 2. deildinni þegar tvær umferðir eru þar eftir.

Hjá körlum var það ÍR PLS sem urðu deildarmeistarar í dag með 181 stig en þeir unnu ÍA með 12 stigum gegn 2. KFR Lærlingar eru í 2. sæti, ÍR KLS í því þriðja og KFR Stormsveitin í 4. sæti en þessi lið mætast í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitil karla 2019. Úr deildinni féllu Þór og KR A en ÍR S og KFR Þrestir hafa tryggt sér sæti í 1. deild á næsta tímabili þó ein umferð sé enn eftir í 2. deild.

Undanúrslit um Íslandsmeistaratitil karla hefst þriðjudaginn 9. apríl en þá leika ÍR PLS gegn KFR Stormsveit og KFR Lærlingar taka á móti ÍR KLS.

Úrslitakeppni kvenna og karla hefst síðan mánudaginn 29. apríl og lýkur ásamt lokaumferðum í 2. og 3. deild laugardaginn 4. maí.

 

KFR Valkyrjur: Marika Katarina E. Lönnroth, Katrín Fjóla Bragadóttir og Hafdís Pála Jónasdóttir. Á myndina vantar Dagnýju Eddu Þórisdóttur og Sigurlaugu Jakobsdóttur

ÍR PLS: Hafþór Harðarson, Gunnar Þór Ásgeirsson, Einar Már Björnsson og Bjarni Páll Jakobsson.