Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Laugardagur, 23. Febrúar 2019 kl. 15:12 | JÁJ
Vegna beiðni um að endurtaka bikarleiki

Stjórn KLÍ barst erindi frá liði vegna framkvæmdar á bráðabana í 16. leiða úrslitum Bikarkeppni KLÍ 2019. Málið varðar að framkvæmd bráðabana var ekki skv. gildandi reglugerð sem samþykkt var á Ársþingi KLÍ 2018. Leikirnir fóru fram 10. desember 2018. Reglugerð á vef sambandsins á umræddum tíma var eldri útgáfa hennar.

Stjórn KLÍ harmar það að reglugerð KLÍ um Bikarkeppni liða hafi ekki verið uppfærð á vefnum. Þó má geta þess að þessi reglugerðarbreyting var fyrst lögð fram á formannafundi KLÍ fyrir Ársþing KLÍ 2018 og var breytingunni vísað til þings. Þar var hún rædd og samþykkt af fulltrúum allra aðildarfélaga KLÍ. Frétt var sett á vefinn daginn eftir þing með vísun í þinggerð þar sem þessi breyting kemur fram. Reglugerðin er því í gildi.


Skv. reglugerðum KLÍ er kærufrestur vegna viðureigna eða atvika 7 dagar. Sá frestur er liðinn. Stjórn KLÍ getur ekki tekið þá sjálfstæðu ákvörðun án heimildar laga- og eða reglugerða að ógilda úrslit leikja vegna atvika sem þessa. Benda má á dóm Dómstóls ÍSÍ nr. 3/2018 sem tekur af allan vafa um að stjórn KLÍ geti tekið ákvarðanir í svona málum þar sem KLÍ hefur ekki sinn eigin dómstól.

 

Fh. stjórnar KLÍ

Jóhann Ág. Jóhannsson

Formaður