Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Fimmtudagur, 10. Janúar 2019 kl. 10:23 | JÁJ
RIG 2019 – Stærsta mótið frá upphafi

Dagana 26. janúar til 3. febrúar fara Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir í keilu fram. Í ár verður mótið með veglegri hætti og óhætt að segja að það stefni í að þetta verði stærsta mót frá upphafi. Alls koma 21 erlendir keppendur til landsins til að taka þátt í mótinu þar af þrjár PWBA konur og verður fyrirlestur í boði í tengslum við komu þeirra hingað til lands.

Erlendir gestir - Innrásin frá Danmörku

Jesper Agerbo frá Danmörku sem sigraði mótið í fyrra kemur með her manns með sér í ár. Alls koma 29 Danir til landsins og þar af eru 17 spilandi, bæði konur og karlar. Er þetta hópur frá klúbbnum hans úti, SAS og er mikil tilhlökkun hjá hópnum fyrir ferðinni.

Þrjár PWBA konur koma á RIG

Í ár verða hvorki meira né minna en þrjár konur úr bandarísku atvinnumannadeildinni sem koma til landsins. Það eru þær Danielle McEwan frá BNA sem hefur unnið fjölmörg verðlaun í keilu, risamót, HM titla og fleira. Með henni kemur vinkona hennar Tannya Roumimper frá Indónesíu sem hefur unnið til ýmissa verðlauna út um allan heim m.a. brons á HM kvenna í þremenningi 2017. Að lokum er það Daria Pajak frá Pólandi en hún var kjörin nýliði ársins 2017 í bandarísku atvinnumannadeildinni. Það árið varð hún í 2. sæti á US Open og að auki á hún einn PWBA titil.

    

Konur í keilu

Í tengslum við komu þeirra verður viðburður haldinn fimmtudagskvöldið 31. janúar sem gengur undir vinnuheitinu „Kaffiklúbburinn“. Þessi viðburður er eingöngu í boði fyrir konur í keilu og kostar ekkert inn og er hann opin öllum konum í keilu á öllum aldri og það er sama hvort sem þær taka þátt í RIG 2019 eða ekki. Fundurinn verður haldinn í E sal ÍSÍ í Laugardal, nánar auglýst síðar. Þar ætla þær Danielle og Tannya að fara yfir hvernig það er að vera kona í keilu. Hvernig skipuleggja þær sig, æfingar, keppnir, er munur á undirbúningi fyrir blönduð mót og fleira sem þær ætla að tala um. Daria ætlar einnig að vera á þessum fundi og boðið verður upp á léttar veitingar.

Stóraukið verðlaunafé og fleiri í úrslit

Í ár verður stóraukið verðlaunafé í boði í mótinu og veitt verðlaun fyrir átt efstu sætin í mótinu, sjá upplýsingasíðu mótsins.

Skráning í mótið

Skráning er opin í alla riðla mótsins m.a. Early-Bird riðilinn, sjá hlekk. Athugði að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda í boði í hverjum riðli. Athugið að riðlarnir eru yfir miðjan dag fimmtudaginn 31. janúar og föstudaginn 1. febrúar. Athugið að það er breytt verðfyrirkomulag í mótið og er það núna í takt við sambærileg mót erlendis. Þeir sem fara í Early-Bird greiða þá Er-Entry gjald í aðra riðla.

Gjald í mótið er eftirfarandi:

  • Early-Bird kr. 6.000,-
  • First Entry kr. 10.000,-
  • Re-Entry kr. 7.000,-
  • Turbo gjald kr. 1.000,-

Riðlar sem eru í boði eru þessir:

  • 26.1.19 (lau) - Early Bird kl. 09:00
  • 31.1.19 (fim) - Riðill 1 kl. 10:00
  • 31.1.19 (fim) - Riðill 2 kl. 14:00
  •   1.2.19 (fös) - Riðill 3 kl. 10:00
  •   1.2.19 (fös) - Riðill 4 kl. 14:00
  •   2.2.19 (lau) - Riðill 5 kl. 09:00

32 manna úrslit fara svo fram sunnudaginn 3. febrúar. Í ár verður fjölgað í úrslitum mótsins og er bætt við sætum sem verður úthlutað m.a. á eftirfarandi aðila sem ekki spila sig inn í topp 24: Bestu unglingarnir U18 bæði strákur og stelpa. Bestu 50+ karl og kona. Tvö Tubrbo sæti fyrir hæsta leik í 5. og 6. leik

Byrjað verður að leika í Final Step 1 strax um morguninn kl. 09:00 og lýkur mótinu á sjónvarpsútsendingu á aðalrás RÚV en útsending hefst kl. 16:00 og er til 17:30

Nánari upplýsingar um Keilu á RIG 2019

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðum þess og skorum við á fólk að fylgjast vel með þar, melda sig á viðburðinn (Event) og deila.

RIG 2019 á Facebook

RIG 2019 upplýsingasíða

Mótið er sem fyrr haldið af Keiludeild ÍR og er þetta í 11. sinn sem deildin tekur þátt í Alþjóðaleikunum en í 12. sinn sem RIG leikarnir fara fram.