Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Miðvikudagur, 7. Nóvember 2018 kl. 09:21 | JÁJ
Fyrsti dagurinn á AMF 2018

Arnar Davíð og Ástrós á AMF 2018Í gærkvöldi og nótt voru spilaðir fyrstu 8 leikirnir í forkeppni Heimsbikarmóts einstaklinga Qubica AMF 2018 en mótið fer fram í Las Vegas. Arnar Davíð Jónsson úr KFR hóf keppni og er sem stendur í í 14. sæti með 215,12 í meðaltal en Ástrós er í 41. sæti með 181,62 í meðaltal en 24 efstu keilararnir komast áfram eftir 24 leiki forkeppninnar. Sem stendur þar 195 til að komast í topp 24 hjá konum en hjá körlum er það 204,62.


Efstur í forkeppni karla er Bandaríkjamaðurinn Kyle Troup með 245,38 í meðaltal og hjá konum er það litáíska Diana Zavjalova með 218,62 í meðaltal.

Forkeppnin heldur síðan áfram í dag en hægt er að fylgjast með mótinu, beinum útsendingum, úrslitum leikja o.fl. á vefsíðu mótsins.