Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Sunnudagur, 7. Október 2018 kl. 13:39 | JÁJ
Alexander og Gunnar Þór Íslandsmeistarar í tvímenningi 2018

Alexander Halldórsson og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR tryggðu sér Íslandsmeistaratitil í tvímenningi 2018 þegar þeir lögðu Gústaf Smára Björnsson og Skúla Frey Sigurðsson úr KFR í úrslitum með tveim vinningum gegn einum. Alexander og Gunnar leiddu forkeppnina lengst af en þeir Gústaf og Skúli fylgdu þeim fast á eftir í örðu sæti. Að lokinni forkeppni og milliriðli voru þeir Alexander og Gunnar í efsta sæti og nægði þeim tveir vinningar en Gústaf og Skúli hefðu þurft þrjá til að hampa titlinum.


Í þriðja sæti urðu svo Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára þeir Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR. Efst kvenna í keppninni í ár urðu þær Nanna Hólm og Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR en þær urðu í 4. sæti. Alls tóku 12 tvímenningar þátt í mótinu í ár.

Í úrslitum fóru leikirnir svona:

Leikur 1 – 421 gegn 300

Leikur 2 – 387 gegn 445

Leikur 3 – 414 gegn 355