EM kvenna – Þremenningskeppnin

Facebook
Twitter

Lið Íslands 1 - Ástrós, Katrín og MagnaÍ gær lauk þremenningskeppninni á EM. Bæði okkar lið áttu góða spretti og kláraði Ísland 1 í 19. sæti. Magna Ýr spilaði best okkar kvenna 1.203 í seríu, Katrín Fjóla 1.156 og  Ástrós með 1.016.

Ísland 2 kláraði í 30. sæti en þá var Bergþóra í miklu stuði og spilaði 1.135 í seríu en hún spilaði seinni þrjá leikina á 622 seríu. Linda var með 1.015 en hún átti góðan dag í seinni leikjunum en þar spilaði hún 563 í seríu. Nanna með 1.012 hún spilað  betur fyrri daginn en þar spilaði hún 538 seríu.

Fór það svo eins og aðra daga á EM að sænsku stelpurnar tóku þetta en lið þeirra skipað þeim Nina Flack, Isabelle Hultin og Ida Anderson sigruðu finnsku stelpurnar sem áður lögðu lið Svíþjóðar 2 í undanúrslitum. Svíar greinilega með yfirburðarlið á EM í ár. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Lið Íslands 2 - Bergþóra, Linda og Nanna

 

Nýjustu fréttirnar