Þessi lið mætast í úrslitum Bikarkeppni KLÍ

Facebook
Twitter

KFR Lærlingar og KFR Afturgöngur voru Bikarmeistarar KLÍ 2017Í gærkvöldi fóru fram undanúrslit í Bikarkeppni KLÍ. Þar áttust við í karlaflokki lið ÍR KLS og KFR Lærlingar annarsvegar og svo lið KFR Stormsveitin og KR E hinsvegar. Hjá konum voru það ÍR TT á móti KFR Valkyrjum og svo ÍR Buff á móti KFR Valkyrjum Z. 

Hjá körlum fór það svo að KFR Stormsveitin sigraði sína viðureign nokkuð örugglega með 3 – 0 sigri á KR E. Allir leikmenn þar nokkuð jafnir með um og yfir 670 seríu í þessum þrem leikjum. Hin viðureignin var frekar spennandi og fór í 4 leiki. Lærlingar byrjuðu ágætlega með 666 leik en þá hrökk KLS í gang og tók næstu leiki með 690 – 699 og svo 767 í síðasta leik en þá spilaði Stefán Claessen í KLS 296, aðeins 4 pinnum frá fullkomnum leik. Andrés Páll var þá með 279 leik en Arnar Davíð Lærlingur tók 278 í fyrsta leik kvöldsins og var hann með 1.022 í leikjunum 4 eða 255,5 í meðaltal. Stefán var þó með heilum 8 pinnum betri seríu með 1.030 eða 257,5 í meðaltal.

Hjá konunum tóku Buff stelpur leik sinn 3 – 0 þar sem nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna 2018 hún Ástrós Pétursdóttir spilaði 632 seríu. Hin viðureignin milli ÍR TT og KFR Valkyrja var mun meira spennandi. Liðin skiptu fyrstu tveim leikjum á milli sín. Síðan tóku Valkyrjur leik 3 með 12 pinna sigri en það var ekkert miðað við síðasta leikinn sem þær unnu með aðeins einum pinna og farseðillinn í úrslitin því tryggður hjá þeim. Dagný Edda spilaði 279 leik í 2. leik umferðarinnar og samtals 897 í þessum fjórum leikjum eða 224,3 í meðaltal.

Úrslitin fara svo fram á sunnudaginn kemur kl. 19:00 í Egilshöll og eru keilarar hvattir til að koma og styðja sín lið þar.

Sjá nánari upplýsingar um Bikarkeppnina hér.

Nýjustu fréttirnar