Evrópumóti ungmenna 2018 lokið

Facebook
Twitter

Landsliðshópur Íslands á EYC2018Evrópumóti ungmenna 2018 sem fram fór í Álaborg Danmörku lauk nú um páskana. Að venju fóru íslenskir krakkar á mótið á vegum Keilusambandsins en í ár fóru þau Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR, Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA, Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín úr Þór, Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR, Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór, Helga Ósk Freysdóttir úr KFR og Málfríður Jóna Freysdóttir úr KFR.

Bestum árangri íslensku krakkana náðu þeir Jóhann Ársæll og Steindór Máni en þeir enduðu í 30. og 31. sæti í heildarkeppni einstaklinga í mótinu af 90 þátttakendum með 203,2 og 202,6 í meðaltal. Þeir Ágúst Ingi og Ólafur Þór enduðu í 53. og 58. sæti með 187,7 og 184,8 í meðaltal. Bestum árangri stúlkna náði Elva Rós en hún endaði í 54. sæti með 165,3 í meðaltal, Guðbjörg Harpa endaði í 58. sæti með 160,2 og þær systur Helga og Málfríður enduðu í 61. og 62. sæti með 156,5 og 151,2 í meðaltal.

Í tvímenningskeppni náðu þeir Steindór og Ágúst 8. sæti, Ólafur og Jóhann enduðu þar í 27. sæti af alls 43 tvímenningum. Elva og Helga enduðu í tvímenningi í 25. sæti og þær Guðbjörg og Málfríður enduðu í 27. sæti af alls 30 tvímenningum.

Í liðakeppni náðu strákarnir í 13. sætið en stelpurnar enduðu í 11. sæti. Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess sem og má sjá myndir og annan fróðleik frá hópnum á Fésbókarsíðu hans.

Nýjustu fréttirnar