Fréttir
Mánudagur, 2. Apríl 2018 kl. 18:39 | JÁJ
Evrópumóti ungmenna 2018 lokið
Bestum árangri íslensku krakkana náðu þeir Jóhann Ársæll og Steindór Máni en þeir enduðu í 30. og 31. sæti í heildarkeppni einstaklinga í mótinu af 90 þátttakendum með 203,2 og 202,6 í meðaltal. Þeir Ágúst Ingi og Ólafur Þór enduðu í 53. og 58. sæti með 187,7 og 184,8 í meðaltal. Bestum árangri stúlkna náði Elva Rós en hún endaði í 54. sæti með 165,3 í meðaltal, Guðbjörg Harpa endaði í 58. sæti með 160,2 og þær systur Helga og Málfríður enduðu í 61. og 62. sæti með 156,5 og 151,2 í meðaltal. Í tvímenningskeppni náðu þeir Steindór og Ágúst 8. sæti, Ólafur og Jóhann enduðu þar í 27. sæti af alls 43 tvímenningum. Elva og Helga enduðu í tvímenningi í 25. sæti og þær Guðbjörg og Málfríður enduðu í 27. sæti af alls 30 tvímenningum. Í liðakeppni náðu strákarnir í 13. sætið en stelpurnar enduðu í 11. sæti. Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess sem og má sjá myndir og annan fróðleik frá hópnum á Fésbókarsíðu hans. |
![]() |