Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Þriðjudagur, 27. Mars 2018 kl. 19:32 | JÁJ
Dagur 2 á EYC 18 – Stelpurnar hafa lokið leik í tvímenningi

Elva Rós úr ÍR og Helga Ósk úr KFR á EYC2018Í dag fór fram tvímenningur stúlkna á Evrópumóti ungmenna U18 í Álaborg Danmörku. Fyrst kepptu þær Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Helga Ósk Freysdóttir úr KFR. Spiluðu þær leikina 6 á samtals 1.995 pinnum eða 166,2 í meðaltal sem skilaði þeim í 12. sæti í sínum riðli. Elva spilaði best 227 leik í þriðja leik dagsins. Næst spiluðu þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór og Málfríður Jóna Freysdóttir úr KFR. Náðu þær samtals 1.879 pinnum í leikjunum 6 eða 156,6 og enduðu þær í 15. sæti síns riðils.


Það fór svo að England 2 sigraði úrslitin í tvímenningi í dag með því að leggja lið Hollands 1 í úrslitaviðureigninni með 439 pinnum gegn 434. Í dag fór einnig fram úrslitakeppni í tvímenningi pilta en forkeppnin var leikin í gær. Finnland 1 vann þar Svíþjóð 1 með

Á morgun fer fram keppni í liðakeppni beggja kynja. Strákarnir hefja leik um kl. 07 og stelpurnar um kl. 11:15. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á vefsíðu þess og íslenski hópurinn er svo með sér Fésbókarsíðu þar sem ýmsar örfréttir rata inn.