Íslandsmót öldunga – Forkeppni lokið

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi lauk forkeppni á Íslandsmóti öldunga 2018, úrslit mótsins fara fram í kvöld í Keiluhöllinni Egilshöll. Best karla í gær spilaði enn og aftur Björn G Sigurðsson úr KFR en hann lék leikina fjóra með 838 skori eða 209,5 í meðaltal. Næstur á eftir var Magnús Reynisson KR með 815 eða 203,7 í meðaltal. Best kvenna lék Ragna Matthíasdóttir úr KFR en hún náði 707 pinnum eða 176,8 í meðaltal. Næst best lék Jóna Gunnarsdóttir KFR en hún náði 676 eða 169,0 í meðaltal. Undanúrslit og úrslit fara fram eins og segir í kvöld. 6 efstu keilarar úr kvenna- og karlaflokki keppa og er þá fyrst leikið maður á mann ein umferð of því næst fara tveir efstu í úrslitakeppnina. Keppni hefst kl. 19 í kvöld.

Nýjustu fréttirnar