Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Föstudagur, 1. Desember 2017 kl. 08:37 | JÁJ
Frá HM í keilu – Dagur 6, þrímenningur klárast

Lið Ísland 1 í þrímenningi kvenna: Dagný Edda, Katrín Fjóla og Linda HrönnÞrímenningskeppni HM hélt áfram í gær í Las Vegas á Heimsmeistaramótinu í keilu.
Leiknir voru seinni þrír leikirnir í karla- og kvennaflokki og gekk upp og ofan hjá okkar fólki.

Í kvennaflokki léku saman:

Ísland  1
Katrín Fjóla Bragadóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Dagný Edda Þórisdóttir

Ísland 2
Guðný Gunnarsdóttir
Bergþóra Rós Ólafsdóttir
Hafdís Pála Jónasdóttir


Ísland 1 lenti í erfiðleikum með brautirnar og spiluðu talsvert lakar en í gær. Þær spiluðu 1.489 eða 165,4 í meðaltal. Enduðu þær í 47. sæti eftir að hafa verið í 40. sæti eftir fyrri daginn. Sama má segja um Ísland 2, það gekk erfiðlega hjá þeim og spiluðu þær 1.460 sem gera 162.2 í meðaltal. Þær urðu í 52. sæti og féllu því um eitt sæti frá í gær. Það var Linda Hrönn Magnúsdóttir sem spilaði best af íslensku stelpunum í dag, 556.

Í karlaflokki léku saman:

Karlalið Ísland 1 í þrímenningi: Hafþór, Arnar Davíð og Jón IngiÍsland 1
Jón Ingi Ragnarsson
Arnar Davíð Jónsson
Hafþór Harðarson

Ísland 2
Gunnar Þór Ásgeirsson
Gústaf Smári Björnsson
Skúli Freyr Sigurðsson

Ísland 1 byrjaði rólega í dag en unnu á eftir því sem leið á. Þeir spiluðu 1.762 sem gera 195,78 í meðaltal og skilaði það þeim í 41. sæti. Þeir hoppuðu því um 14 sæti frá því í gær. Ísland 2 náði aldrei að finna taktinn í dag. Brautirnar reyndust erfiðar og spiluðu þeir 1.494 sem gera 166 í meðaltal.  Þeir enduðu í 61. sæti eftir að hafa átt frábæran fyrri dag þar sem þeir voru í 27. sæti.

Hafþór Harðarson spilaði best strákana í dag eð 598 en annars voru strákarnir í Ísland 1 mjög jafnir í dag því Arnar Davíð var með 585 og Jón Ingi 579.

Fjögur efstu lið karla og kvenna komust í úrslit sem leikin verða á sunnudag. Eftirtalin lið komust í úrslit:

Konur:
USA með 212,2 í meðaltal
Þýskaland með 210,3
Taiwan með 206,7
Indonesía með 206,8

Karlar:
Japan með 214,9 í meðaltal
Hong Kong með 211,6
Finland með 210,2
Taiwan með 208,7

Næstu tvo daga verður leikið í 5 manna liðum á HM í Las Vegas. Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess. Þar má sjá stöður í keppnum, stöður leikja í rauntíma og beinar útsendingar frá ákveðnum brautum sem og upptökur úr keppninni.