Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Mánudagur, 27. Nóvember 2017 kl. 08:15 | JÁJ
Karlarnir hefja keppni á HM

Í gær hófst keppni í karlaflokki á HM í Las Vegas.  Keppt var í einstaklingskeppni karla. Til leiks voru skráðir 213 keppendur.

Strákunum okkar voru flestir smá stund að finna taktinn í dag í þeim erfiðu aðstæðum sem eru í mótinu.  Hafþór Harðarson spilaði best af Íslendingunum í dag. Hann spilaði 1247 sem gera 207,83 í meðaltal.  Þetta setur Hafþór í 26. sæti og í frábæra aðstöðu upp á framhaldið.  Þegar leikið hefur verið í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og fimm manna liðum komast 24 efstu keilararnir í svokölluð Master úrslit og því er stað Hafþórs gagnvart þeim úrslitum góð eftir spilamennsku dagsins.


Í dag, mánudag, kl. 9:00 leika 4 efstu karlarnir og 4 efstu konurnar til úrslita í einstaklingskeppninni og síðan hefst tvímenningskeppni karla og er leikið í tveimur riðlum, kl. 11:20. og 16:00

Í tvímenning leika eftirtaldir saman:

Gunnar Þór Ásgeirsson og Hafþór Harðarson kl. 11:20

Gústaf Smári Björnsson og Skúli Freyr Sigurðsson kl. 11:20

Jón Ingi Ragnarsson og Arnar Davíð Jónsson kl. 16:00

Öll úrslit og annað frá mótinu er hægt að skoða á heimasíðu mótsins.